Nýjar kvöldvökur - 01.01.1948, Síða 111

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1948, Síða 111
N. Kv. FLINK STÝRIMAÐUR 101 ann. „Þú ert heilsugóður og ern ennþá, og ættir að geta lifað lengi,“ sagði Villi. „Ungur má, en garnall skal,“ svaraði Flink. „Eg er nú orðinn gamall sem á grön- um má sjá, og hér á eynni á eg að bera bein- in, um það er eg viss.“ Þau Villi og stúlkan þögðu og héldu á- frarn að breiða tjalddúkana og grafa niður hælana, er halda skyldu tjaldinu. Villi tók svo fyrstur til máls: „Mér dettur nú í hug, Flink minn, að biðja þig að segja mér einhvern tíma ágrip af ævisögu þinni og öllu því, er fyrir þig hefir komið um dagana, allt frá því, er þú varst drengur." „Það skal eg með ánægju gera, en ekki núna, því sem stendur liefi eg engan tíma til þess, og þið eigi heldur tíma til að hlusta á mig,- Innan tveggja stunda verðum við að lialda heim. En nú er tjaldið komið upp, og hvað liggur næst fyrir að gera?“ „Koma okkur upp eldstæði, svo að strax verði hægt að sjóða mat og hita kaffi,“ sagði Villi. „Þú átt skilið að fá ,,ágcet.lega“ fyrir joessa uppástungu þína,“ sagði Flink, glaður í bragði. Þetta líkar mér, að hugsa vel ogrétt. Þetta sama hafði mér dottið í hug. Þið Júnó berið að grjót, meðan eg ber dótið úr bátnum hingað upp.“ „En eigum við að sleppa kindunum og geitunum lausum?" spurði Villi. „Já, það gerum við; Jaær hlaupa varla langt í burtu; hér eru of góðir hagar til j>ess.“ Skömmu síðar var eldstæðið komið í stand og búið að mjólka geiturnar og sleppa þeim. Þau Villi og stúlkan lögð á stað heim sömu leið og þau komu. Einnig Flink lagði af stað, en á leiðinni niður að bátnum sá hann skjaldböku. Hann læddist að henni og velti henni á bakið. Þar lá liún og gat ekki neina björg sér veitt. „Við höfum þá i máltíð á morgun,“ sagði Flink við sjálfan sig, er liann gekk niður að bátnum. Svo greip hann til áranna og réri heiin. XVII. KAPÍTULI Skjaldbökusúpa. Þegar er ljómaði af næsta degi, var uppi fótur og fit á öllum í tjöldunum. Seinasta tjaldið var tekið niður og brotið sarnan og ásamt rúmlatnaði komið fyrir í bátnum. Ennfremur leirvara öll ot> borðbúnaður, pottar og pönnur. Að síðustu voru hænsnin borin út í, fjötruð saman svo að þau gátu eigi brotist um. Þegar )>úið var að hlaða bátinn, steig Flink út í hann, dró upp segl og lagði af stað til ákvörðunarstaðarins. Allir aðrir skyldu ganga í gegnum skóginn, Villi á undan með hundana á hælunum; svo Grafton með yngsta barnið á handleggnum, síðan stúlk- an með Karólínu litlu, en lestina rak frú- in. og liélt í hendina á Tom, sem J>ó nokkuð upp með sér sagðist gæta liennar mömmu sinnar og hjálpa lienni, ef þyrfti. Þau litu angurblíðum augum í seinasta sinn yfir þennan stað, er eigi lengur skyldi vera heimili j>eirra og síðan hurfu j>au inn í skóginn. Nú var Flink lentur og liafði bund- ið upp af bátnum, Hið fyrsta var að taka skjaldbökuna, sem hann daginn áður hafði lagt á hrygginn, svo hún kæmist eigi undan. Nú drap hann hana og }>voði upp og bar hana upp að eldstæðinu, fyllti pottinn af vatni og bjó Iiana svo í pottinn og kynnti eld. Ennfremur sauð hann nokkuð af sö!t- uðu fleski með til drýginda. Nokkuð af skjaldbökukjötinu hengdi hann upp til þerris. Að J>essu loknu fór liann að bera af bátnum. Fyrst bar hann upp hænsnin og losaði þau úr fjötrunum og voru þau stirð í fyrstu, en smáliðkuðust skjótt, og hlupu og tíndu upp allt ætilegt, er á vegi þeirra varð. Að tveim tímurn liðnum var Flink búinn að bera a!lt af bátnum og upp að eldstæði
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.