Nýjar kvöldvökur - 01.01.1948, Side 117
N.-KV.
FLINK STYRIMAÐUR
107
,,Hvað gerir það til?“ svaraði Tom og
hélt áfram að sparka í geitina. En það lét
hún eigi bjóða sér fyrir ekki neitt, lagði
kollhúfur og renndi skeiðið í Tom, svo
hann datt með bróður sinn, og þeir æptu
og grenjuðu báðir, hvor í kapp við annan.
Albert meiddist talsvert og grét hástöfum,
og Tom gat þá eigi stillt sig um að gráta
líka, honum til samlætis. Móðir þeirra hljóp
þá til og tók Albert litla á handlegg sér,
en Tom hélt sig í skjóli við hann, því geit-
in sýndi sig líklega til að reka skeiðið í
hann aftur.
„Svei, skammastu þín, Tom!“ sagði frúin
í ströngum róm, „geturðu aldrei lagt niður
lirekki þína og stríðni?“
„Eg er nú ekki hræddur við geitina,“
svaraði Tom og bar sig hið borginmann-
legasta, því nú þóttist hann vera úr allri
liættu.
Mamma lians hló að honum, og minnti
hann á ljónið, sem hann nýlega hafði kom-
izt í kast við. „Þá barstu þig ekki alveg
svona borginmannlega! ‘‘
Tom svaraði af fullum hálsi, að hann
væri ekki lieldur hræddur við ljón.
„Nei, ekki hérna, því hér eru engin ljón,
en það mundi samt koma annað hljóð í
strokkinn, ef ljón kæmi á móti þér. Þú ættir
ekki að láta svona yfir þér.“
Nú var Flink kominn. Hann lagði af sér
poka, fullan af kókoshnotum; hafði liann
tínt þær af trjánum, sem liann felldi. Hann
var kófsveittur, og var liann stöðugt að
þurrka svitann, sem rann í lækjum niður
andlitið.
„Eg skal segja yður það, frá Grafton, að
það var 1 jóta hitasvækjan í skóginum í
dag. . . . En er annars ekkert sérstakt, sem
yður vanhagar um, eftir í okkar fyrri bú-
stað? Því strax og við höfum matazt, skrepp
eg þangað og gæti þá komið með það.“
„Nei, eg man nú ekki eftir neinu, sem
eg sérstaklega þarf á að halda. Hvað ætlið
þér nú að sækja?“
„Vagninn — eða réttara sagt: vagnhljól-
in og öxulinn. Við verðum að fara að fá
ekið að okkur trjánum. Ætli Villi vilji fá
sér segltúr með mér?“
Rétt í þessu komu þau aðvífandi Villi og
Júnó, og var Villi fús til þess að fara með
Flink. Hann var hálfþreyttur af að bisa við
grjótið, en þau, hann og Júnó, höfðu líka
keppzt við, og töldu líklegt, að skjaldböku-
tjörnin yrði altilbúin daginn eftir. Grafton
kom nú einnig heim frá sínu starfi; liann
ltafði grafið og rótað til jörðinni á nægi-
lega stórum bletti, til þess að í hann rnátti
sá jarðeplum Jreim, er þeir náðu úr hinu
strandaða skipi. Að tveim dögum liðnum
áttu þau öll að geta unnið að Jtví að fella
trén í skóginum, tegla þau til og aka Jreim
til þess staðar, þar sem húsið skyldi byggj-
ast.
Að miðdegismatnum loknum lögðu þeir,
Flink og Villi, á stað á kænunni, og fyrir
kvöldið komu þeir aftur, og þá með öxul-
inn, vagnhjólin og ýmislegt smádót. Enn-
fremur höfðu þeir á eftir sér rnikla og vold-
uga planka, er hafa skyldi í dyrastafi. A
meðan jreir voru að bjástra við þetta, hjálp-
aði Grafton Júnó við tjörnina. Að sönnu
var hún enn eigi fullgerð, en Jió svo langt
á leið komin, að vel mátti nota hana. Og
]:>að kom í ljós, að skjaldbökur þær, er í
hana voru látnar, áttu þess engan kost að
komast í burtu.
Þegar sól var gengin undir, tók Flink
Villa með sér til strandar, og var nú farið
á skjaldbökuveiðar. Flink gamli vissi nefni-
lega, að komið.var að þeim tíma, er skjald-
bakan fer að leita í djúpið. Um miðnætti
höfðu þeir náð sér í 16 skjaldbökur, er þeir
þegar lögðu á hrygginn, með fæturna í loft
upp, og þannig urðu þær að gera sér að
góðu að liggja þar til daginn eftir, en þá
voru þær látnar í tjörnina.
14*