Nýjar kvöldvökur - 01.01.1948, Síða 118
108
FLINK STÝRIMAÐUR
N.-KV.
XX. KAPÍTULI
Iveruhúsið er byggt..
Flink var á fótum fram á nótt og vann
við Ijós. Hann var að setja upp haldlæri
með sökkum og önglum.
.,Hvað eigum við að hafa í beitu?“ spurði
Villi, er var hjá Flink, eins og hann var
vanur.
„Við getum haft krækling; nóg fæst af
honum, en annars getum við líka liaft feitt
flesk! “
„Flvar ætlarðu að fiska?“
„Fremst fram á tanga, þar senr dýpi er
nóg,“ svaraði Flink.
Litlu síðar sagði Vilhjálmur: „Heyrðu,
Flink! Segðu mér nokkuð, sem eg er að
hugsa um: Þessir svo kölluðu „freigátufugl-
ar“, sem þú lrefur sagt mér frá og við stund-
um liöfum séð, eru þeir ætir?“
„Já, ætir eru þeir, en eigi jrykja þeir lost-
ætir. Kjötið af þeim er afar grófgert og
seigt, og af jrví brækjukeimur eða lýsis-
bragð; en í neyð má þó eta ]rá.“
Síðan sagði Flink: „Strax á morgun verð-
um við, Villi minn, að fara að fella trén
hérna og tegia til og flytja jrau þangað, sem
húsið ;i að byggjast. Það er víst bezt, að
pabbi þinn og eg fáumst við það, en Jrið
Júnó getið komið þeirn á vagninn, — eða
réttara sagt — á vagnhjólin og ekið jaeim
þangað', sem liúsið á að vera. — Og síðan
skulum við. . . . Nei, nú tölum við ekki
meira um jretta í kvöld, en förurn að hátta.
Góða nótt, Villi minn!“
„Góða nótt, Flink minn! Sofðu vel!“
En Villi fór ekki að háttadhann var ekki
syfjaður, og svo hafði honum dottið nokkuð
í hug, sem liann áleit þjóðráð. Hann vissi,
að mömmu hans þótti sérstaklega góður
fiskur. Nú hugkvæmdist honurn að reyna
að ná í nokkra fiska, áður en hann legðist
til svefns.
Þe«ar Flink var sofnaður. tók Villi færið
O
og gekk til strandar. Þar náði hann sér í
kræklingsskeljar fáneinar, og skyldi fiskur-
inn úr jreim hafður í beitu. Hann fór fremst
fram á tangann og kastaði færinu svo langt
fram sem hann gat. Hann varð strax var!
Og það vantaði eigi mikið á, að hann færi
í sjóinn, er fiskurinn rykti í, og liann verkj-
aði í bera hendina við að halda á móti. Þetta
var stærðar fiskur, svona kring um tíu pund
að þyngd. Þegar Villi loks hafði náð hon-
um, kastaði hann færinu út aftur, og fékk
þegar annan fisk á öngulinn, énnþá stærri.
Svo gerði liann færið upp, dró fiskana upp
á snærisspotta og hélt lieim að tjaldi með
veiðina.
Þegar heim kom, hengdi liann fiskana svo
hátt upp, að hundarnir eigi gátu náð í þá,
og háttaði síðan. Um morguninn var hann
manna fyrstur á fætur og sýndi öllum veið-
ina, og Jrað verður eigi annað sagt, en að
hann væri töluvert upp með sér.
í býti um morguninn voru jreir, Grafton
og Flink, farnir að fella trén í skóginum,
og eftir miðmálasetur fóru jaau, Villi og
Júnó með þeim, lil þess að aka heim trján-
um.
Það kvöld voru |rau öll þreyttari en þau
nokkru sinni höfðu verið síðan þau koniu
til eyjarinnar. Samt hertu Jaeir Flink og Villi
sig upp í það, að fara á skjaldbökuveiðar, er
dimmt var orðið, og fengu jreir átta skjald-
bökur. Þeim var velt á bakið eins og vant
var, svo þær eigi kæmust á lmrt.
Óll fór vikan í að fella tré. Að vikunni
liðinni áleit Flink, að nóg af trjávið væri
fengið i húsið, og tóku Jreir sér jrá tveggja
daga hvíld, sem þeim var full þörf á. A
mánudaginn gerðu þeir eigi annað en veiða
skjaldbökur og nokkra fiska.
A þriðjudaginn var svo tekið til starfa
við húsbygginguna.
Flink hafði unnið af kappi að því, að
tegla til máttarviðina í húsið, sem og dyra-
umbúning og giuggagrindurnar. Allt þess
háttar hafði hann tegit til úr plönkum þeim
úr „Tasmaníu“, er hann hafði smáflutt frá