Nýjar kvöldvökur - 01.01.1948, Síða 126

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1948, Síða 126
116 FLINK STÝRIMAÐUR N. Kv. en það er mjög líklegt, að svo sé. Og hver veit, e£ svo er, hvort nokkuð er undir íbú- unum eigandi. Eg ætla nú samt að biðja yður að minnast ekki neitt á þetta við kon- una yðar; það er engin ástæða til að vekja íeinn ótta eða hugargrufl hjá henni.“ Nú voru þeir komnir þangað, sem Flink hafði hugsað sér að byggja húsið, og skvkli það Ijyggjast í skjóli við dálitla brekku, hrísi þakta. Flink fór strax að merkja tré þau, er standa skyldu. Þau tré, er feila skyldi, máttu ekki sagást fast niður við rót, heldur skyldu tveggja metra bútar af þeim látnir standa. Þegar búið var að stinga fyrir grunni hússins, var farið að saga og búta niður máttarviðina. Þegar að hádegi leið og mikið hefði verið að gert, var haldið heim til snæð- ings. Beið þeirra brennheit og rjúkandi súpa. „IIvað gengur að þér, Tom?“ spurði Villi, er þeir settust til borðs. „Mér sýnist þú vera hálfsneyptur." Tom svaraði engu, en fór nokkuð lijá sér, og varð þá mamma lians að greina frá ástæð- unni til fáleika drengsins. Tom hafði á ein- hvern hátt týnt fingurbjörginni hennar mömmu sinnar, en var ófáanlegur til að gefa nokkra skýringu á því, hvernig hann hefði týnt benni. Aðeins sagðist hann skvldi leita og skila henni fingurbjörginni aftur á sínum tíma. Hún hafði spurt hann hvað eftir annað, hvað hann hefði verið að hata hönd á henni, en þá var steins hljóð; hann svaraði engu. „Hefurðu tekið fingurbjörgina, Tom?“ spurði faðir han.s í höstum róm. „Eg skal finna hana,“ svaraði Tom. Ann- að svar, eða önnur skýring, var ófáanleg. ,,Á meðan þú eigi svarar því, sem þú ert spui’ður um, færðu engan mat,“ sagði Graf- ton. Það settust allir að súpunni, nemr Tom, og bar liann sig hið versta, því han.n var svangur rnjög. En svo allt í einu rak Villi fingurinn upp í sig og tekur út úr sér fingurbjörg! Gátan var ráðin! Flink hló, og allir fóru að hlæja — nema Tom. „Nú, það er svona, litli hrekkjalomur!" sagði Flink. „Þú ætlaðir að veiða fingur- björgina upp úr súpunni, er búið væri að borða. Jæja, þú skrökvaðir þá engu, en hvernig fórstu að freistast til að láta fingur- björgina ofan í pottinn?“ Nú fékk Tom málið eftur, og varð hinn ræðnasti: Hann langaði til að smakka súp- una, en var svo klaufalegur að missa fingur- björgina niður í pottinn, er liann ætlaði að fá sér súpu í liana. Þessi yfirlýsing vakti almennan skellihlátur, og enginn hló þó hjartanlegar en Tom sjálfur. Engum kom framar til hugar að vera reiður hinum litla eldhússnata, og til að sýna honum sáttfýsi sína, jós faðir lians súpunni upp á diskinn hans og bað liann sýna lítillæti og borða nú lyst sína. Nú var unnið og hamast í skóginum til kvölds, og er kvöldverði var lokið, sagði frú Grafton: „Ef þér eigi, Flink minn, eruð of þreytt- ur, væri gaman að heyra framhald sögu yðar.“ „Nei, eg er eigi þreyttur." Og er allir höfðu kornið sér fyrir, hver með sitt verk að dutla við, hélt Flink áfram með sögu- ágrip sitt: „Hvar endaði eg seinast? Já, nú man eg það. Það var, þegar eg var kominn út í kola- dallinn, er fara átti til Lundúnaborgar. Eins og eg áður sagði, var skipstjórinn regluleg- ur durgur og ruddamenni, enda hafði létta- pilturinn, sem áður var hjá honum, hlaupið frá honum; en að öðru leyti líkaði mér ljómandi vel á skipinu. Mér verður alltaf minnisstætt lífið og fjörið og margbreytnin, hávaðinn og gauragangurinn allt í kringum okkur, er við fórum upp eftir Temsánni, til Lundúnaborgar. Þegar þangað kom, steig skipstjóri strax á land, og eg hafði nú full- komið næði til að sjá mig um hönd. Úti á ánni lá heljarmikið skipsbákn, er auðsjáan-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.