Nýjar kvöldvökur - 01.01.1948, Page 135

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1948, Page 135
N. Kv. FLINK STYRIMAÐUR 125 Við riðum hart til þess, e£ mögulegt væri, að láta fara vel um okkur næstu nótt — í fang- elsinu. En kvað skeður? Þegar við nálgumst víkina, sjáum við að mikill fjöldi skipanna, er þar lágu, höfðu brezka fánann við hún. „Hvernig stendur á þessu?“ sögðum við hvor við annan. „Þetta yfirgengur okkar skilning!“ Svo riðum við nokkru nær og mættum — já, hverjum haldið þið? brezk- um hermanni. Hann sagði okkur hvernig á stóð. Bretar höfðu fyrir hálfu ári síðan her- tekið Kapland. Þetta voru nú meiri gleði- tíðindin fyrir okkur, eins og þið getið farið nærri um. Við riðum á augabragði inn í borgina og gáfum okkur fram við aðalvarð- stöðina. Svo vorurn við kallaðir fyrir land- stjórann, og skýrðum honum frá ástæðum okkar og glæfraför og braski. Svo sendi hann okkur til sjóliðsforingjans, og tók hann okk- ur á sitt eigið skip. Nú vorum við tir allri hættu, en samt leið mér aldrei verulega vel; var eitthvað leiður með sjálfum mér. Við sigldum frá einum stað til annars, og frá einu veðráttu- fari til annars. Arin liðu, og mér óx fiskur um hrygg, þó eg segi sjálfur frá. Eg þótti standi óaðfinn- anlega í stöðu minni og kom mér vel við yfirboðara rnína. En alltaf langaði mig heim til Englands, og sérstaklega heim til móður minnar. Eg hafði skrifað henni tvisvar eða þrisvar sinnum, en ekkert svar fengið. Sein- ast var eg orðinn svo þreyttur og leiður á þessu lífi, að eg einsetti mér að strjúka enn einu sinni. Eg talaði oft um þetta við Hast- ings og kvaðst hann fylgja mér í gegnum þykkt og þunnt. Svo var það einu sinni, er við vorum í Port Royal á Jamaika, að þar lá margt verzlunarskipa, er voru að sækja sykur, og ætluðu nú til átthaganna. Kæm- umst við aðeins um borð í eitt af skipum þessum var okkur borgið. Vestur-Indlands- fara vantar æfinlega háseta, það vissum við, því að herskipin voru útsetin með að taka menn með valdi í sína þjónustu. En hvern- ig áttum við að kornast út í þessi skip? }a, það var nú ekki nerna ein leið tii þess: að synda út í þau; og það var nú að vísu eng- inn vandi, því að þetta var eigi langan veg að fara. En það gátu verið hákarlar á leið- inni, og það var eðlilega beygur í okkur við þá. Við teffdum þó á tvær hættur eina nótt- ina. Það var á lágnættisvökunni, eg ætti að muna það rétt. Við sigum með varúð á kaðli niður í sjóinn, og gripum svo sundtökin og höfðum liraðann á, í áttina til þess skipsins, er næst okkur var. \'ið heyrðum varðmann- inn kalla til okkar, hann hafði víst veður af tiltæki okkar, en við létumst ekkert heyra, en hertum bara á sundinu, því að nú reið á að flýta sér, þar sem ganga rnátti að því vísu, að bátur yrði sendur á eítir okkur, til að ná í okkur. Nú vormn við komnir að skipinu, og eg var að ná haldi á akkerisfestinni, og ætlaði að fara að vega mig upp eftir henni, er eg heyrði sárt óp! Eg sneri mér við. Það var hákarl, sem með kjaftinum hafði náð föstum tökum á Hastings og færði hann í kaf á augabragði. Eg stirðnaði upp af hræðslu, og var nærri búinn að missa taks á festinni, en áttaði mig strax og fikraði mig upp eftir henni. Og heppinn var eg, því að þá kom annar hákarl, sem ætlaði að leika á mig eins og Hastings, en náði aðcins til að taka af mér skóinn af öðrum fætinum. Það var nú ekki borið meira í þá máltíðina hjá honum! Skipsmenn, er sjónarvottar voru að leik þessum, hlupu nú til og hjálpuðu mér inn yfir öldustokkinn, og fóru þegar með mig niður undir þiljur. Þeir kærðu sig ekk- ert um að sleppa mér. — Og er báturinn, sent var að elta okkur, lagði að skipinu litlu síðar, og spurt var eftir mér, fengu þeir það svar, að hákarlarnir hefðu rifið okkur báða í sig. Með þau tíðindi varð svo báturinn að snúa heim til sín. Þessu var svo yfirlýst og við skráðir dauðir í skýrslum herstjórnarinnar. Já, því miður, vinur rninn Hastings var dáinn, og það var í sannleika skammt á milli
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.