Nýjar kvöldvökur - 01.01.1948, Qupperneq 139
N. Kv.
FLINK STÝRIMAÐUR
129
slæma, fljótfærna drengnum sínum, sem
elskaði hana svo innilega.
Það var komið svarta myrkur, ex eg fór út
úr kirkjugarðinum. Eg fór aftur heim til
gömlu konunnar og var hjá henni og manni
hennar í þeirra vistlegu heimkynnum, og
loks gisti eg hjá þeim um nóttina. —
Næsta dag fór eg svo á fund ferðafélaga
míns, eins og um var talað. A látunsspjaldi
yfir dyrunum mátti lesa: málaflutningsmað-
ur. „Hvað gat hann viljað mér?“ hugsaði eg
með sjálfum mér. Eg fékk brátt að vita það.
Hann sagði mér, að við fráfall Mastertons
skipasmiðs hefði sér verið falin skipting
arfsins eftir hann. Kvaðst hann í eftirlátn-
um skjölum gamla mannsins hafa fundið
skjal, er gaf ótvírætt til kynna, að föður
mínum sáluoa hefði borið að fá talsverðan
o
hluta af ábyrgðarfúlgunni fyrir skip það, er
jreir áttu í félagi, faðir minn og Masterton.
Nú, þar sem eg væri enn á lífi, bæri mér sem
syni föður míns sáluga, vátryggingarféð að
hans hluta. Þetta lægi svo í augum uppi, að
eigi yrði vefengt. Málaflutningsmaðurinn
kvaðst skyldi ganga löglega frá þessu fyrir
Flinks hönd. Hér væri eigi heldur um neitt
smáræði að ræða, því að upphæðin væri tvö
þúsund pund sterling!
Þetta gátu nú talist góðar fréttir! Eg ætti
ekki að þurfa að taka það fram, að eg tók
þessu tilboði málaflutningsmannsins með
fögnuði. Hann var þarna að gera mig að
velstæðum manni, mig, sem allt til þessa
hafði rétt haft til hnífs og skeiðar. Eg fékk
vátryggingarféð, og varði því í það að kaupa
mér liluta í verzlunarskipi einu. Á því sigldi
eg' til Barbados, hlóð það með sykri og vildi
svo snúa aftur til Englands. En þarna leidd-
tst mér að þurfa lengi að bíða eftir því, að
fá að komast í skipaflota, til Jress að fá notið
verndar hans yfir hafið. Eg var svo upp með
mér og hreykinn yfir skipi mínu, sem
reynst hafði mæta vel í alla staði, að eg
kunni mér ekkert hóf. Á meðan eg lá í Bar-
bados, lét eg koma fyrir fjórum fallbyssum
í skipi mínu með tilheyrandi skotfærum.
„Það er leiðinlegt að þurfa að vera að slæp-
ast hér dag eftir dag, og eyða tímanum,“
sagði eg við sjálfan mig. „Ættirðu ekki að
freista liamingjunnar?“ Jú, eg gerði það!
Létti akkerum og lagði af stað heimleiðis,
án allrar skipaverndar. Færu frakkneskar
varðbergssnekkjur, eða þefhundar, eins og
eg oftast kallaði þá, að ónáða mig.á einhvern
hátt, Jrá skyldu fallbyssurnar mínar jafna
leikinn.
Jæja, eg liélt í áttina til Englands, og allt
gekk vel í þrjár vikur. En nú breyttist veð-
ur í lofti. Þegar við vorum að leggja inn í
Ermarsund, skipaleiðina milli Englands og
Frakldands, Jiá kemur frönsk varðbergs-
snekkja auga á okkur og eltir okkur. í sarna
bili urðum við fyrir þeim óhöppum, að
stórstöngin íell útbyrðis — og þá um leið var
útséð um okkur. Snekkjan náði okkur og
tók okkur og hafði okkur í eftirdragi. Þá
nótt svaf eg í franskri dyflissu. Og það var
ekki eina nóttin, sem eg varð að gera mér
það að góðu. Nei, í sex ár sat eg í fangelsi,
og það var langur og leiðinlegur tími. Að
Jiessum tíma liðnum sáum \ ið, eg og fjórir
aðrir enskir fangar, okkur færi á að strjúka,
og eftir mikið flakk og mörg söguleg æfin-
týri, komumst við loks heini til Englands
með dönsku skipi. Enginn okkar átti einn
einasta eyri í vasanum og klæðnaður okkar
mátti eigi vera bágbornari en hann var. Eg
þykist vita, að þér nú viljið spyrja mig hvort
skipið nritt eigi hafi verið vátryggt? Jú, og
það hátt vátryggt. En eg hafði misst réttinn
til að gera neina kröfu til greiðslu á vá-
tryggingarfénu, þar sem eg sigldi án skipa-
verndar, en Jrað var með öllu bannað, eins
og Jrá á stóð.
Nú var eg orðinn fátækur aftur eins og
kirkjurotta, og varð Jrví að sætta mig við
hverja þá stöðu, er mér byðist. Eg vildi helzt
ná í stöðu, sem annar stýrimaður, en við
mér var ekki litið til þess. Eg þótti of illa til
fara. Eg battð mig þá fram sem háseta, og
17