Nýjar kvöldvökur - 01.01.1948, Qupperneq 146
136
FLINK STÝRIMAÐUR
N. Kv.
XXX. KAPÍTULI.
Malaja-konurnar.
Alltaf fór veðrið versnandi. Hann var
svo hvass, að það brakaði í hverju tré í hús-
inu alla nóttina. Börnin sváfu vært og rótt,
en Vilhjálmur og hinir eldri lágu vakandi
alla nóttina, til þess er lýsti af degi, og auð-
vitað í ömurlega þungurn hugsunum. Þetta
var versta nóttin, sem þau höfðu lifað þarna
á eynni.
Flink fór snemma á fætur; og fyrir sólar-
uppkomu var hann kominn niður til sjávar
með sjónaukann sinn. Aldrei liafði hann
verið hvassari en nú, og auðvitað var nú
hvergi skipið að sjá.
„Segið mér, Flink minn,“ var hið fyrsta,
sem frúin sagði, er hann kom heim aftur,
„haldið þér að skipið láti sjá sig aftur?“
„Um það verður ekkert með vissu sagt,
kæra frú. Hann hefur verið svo óhemjti
livass. Hugsanlegt er, að það li'ggi hér ein-
hvers staðar í nánd, en eins sennilegt, að
það sé komið margar sjómílur til hafs.“
„Það er lítil huggun í þessnni orðum
yðar, Flink,“ sagði Grafton hnugginn.
„Lítil huggun er betri en mikil von-
brigði,“ sagði Flink. „En annars höfum við
ástæðu til að vera glöð og vongóð, jafnvel
þó skipið ekki komi hingað aftur.“
„Hvernig má það vera?“
„Það stendur svo á því, að af nafninu
„Tasmanía“ í gulu merki vita skipverjar
ofur vel, að hérna á eynni eru skipbrots-
menn frá „Tasmaníu“, og þegar þeir korna
einhvers staðar til hafnar, þá tilkynna þeir
auðvitað strax, að þeir liafi orðið okkar var-
ir hérna á eynni. Afleiðingin verður óhjá-
kvœmlega sú, að skip verður sent liingað
eftir okkur. Þetta er auðskilið mál!“
Eigi slotaði veðrinu þennan dag og næstu
nótt. Daginn eftir dró ofurlítið úr mesta
rokinu. Þeir Flink og Vilhjálmur voru á
vanalegri morgungöngu niðri við sjóinn,
og voru að skima í allar áttir, hvort eigi
kæmu þeir auga á skipið, sem þeir hálft í
hvoru voru að vona, að kæmi aftur, þótt
sú von væri veik, að minnsta kosti hvað
Flink snerti. Nú voru þeir í þann veginn
að halda heim aftur, þegar Vilhjálmur allt
í einu nam staðar, þreif í handlegginn á
Flink og benti honum í suðurátt:
„Hvað er þarna að kútveltast í sjónum?
Er það ekki bátur?“
Flink var fljótur að gripa til sjónaukans.
,,Svo er’ sem þér sýnist, drengur minn.
Það er bátur, og menn í honum!“
Báturinn, sem þeir ennþá sáu mjög ó-
greinilega, bar nú óðum inn í brimgarðinn
og kastaðist til og frá. Flink og Villi lilupu
til fram í flæðarmálið, til að taka á móti
bátnum. Þeir sáu nú að í lionum voru tveir
menn, tveir villimenn, að minnsta kosti
voru þeir ekki hvítir menn. Flink áleit, að
þá hlyti að hafa hrakið frá stórri ey, er þeir
gTÍlltu í þar í fjarska.
„Að sjá hvernig þessir vesalingar af ítrasta
mætti reyna að berjast fyrir lífinu,“ sagði
Flink, „en nú er þeim líka borgið, og þeir
stýra afburða vel.“ Ennþá augnablik, og litla
kænan barst á'bárunni upp í flæðarmálið.
Og á sarna augabragði ultu aumingja að-
þrengdu vesalingarnir útaf niður í kænuna
alveg magnþrota.
Þeir Flink og Villi stukku til og drógu
bátinn undan sjó. Nú sáu þeir að þetta voru
tvær ungar malaja stúlkur, ófríðar með af-
brigðum og ógeðslegar, með hörundsflúri.
í flýti brá Villi sér heim til að sækja eitthvað
lieitt til að styrkja þær á, og hressa við. Júnó
var að elda liafragraut og fór hann með
stærðar krukku af þeirri vöru til strandar
aftur, og lét Flink þær svolgra þetta í sig
með harðri hendi. Þetta kom að góðu haldi,
og þó að aumingja strilkurnar áður mættu
heita rænulausar, þá lifnuðu þær nú furðu
fljótt við, og fengu fulla rænu. Villi lagði
aftur á sprettinn heim og tilkynnti foreldr-
um sínum, að gesti bæri brátt að garði. Svo
brá hann sér aftur til strandar og faðir hans