Nýjar kvöldvökur - 01.01.1948, Side 158
148
FLINK STÝRIMAÐUR
N. Kv.
okkur, gengur á undan til að vísa þeim
veg!“
Óvinirnir námu staðar. Þeir höfðu víst
ekki búizt við svona traustu skotvígi. Þeir
þyrptust saman í hóp og mösuðu og k]öft-
uðu liver upp í annan og hver í kapp við
annan.
„Nú skjóta þeir herstjórnarráðstefnu á
hjá sér,“ sagði Flink, „og þessi viðbjóðslegi,
langi sláni þarna er auðsjáanlega höfðingi
þeirra og yfirmaður. Eg vil aldrei reiða fyrst
til höggs; eg ætla að ögra þeim með því,
að láta þá sjá mig, þá varpa þeir að mér
spjótum og kylfum, sem eg vík mér undan,
en þá get eg líka með góðri samvizku sent
þeim á eftir ofurlitla kveðju úr byssunni
minni!“
Það fór eins og Flink gamli sagði fyrir.
Þegar hann stökk upp á pallinn, svo þeir
sáu hann, ráku þeir upp öskur mikil og
óhljóð, stukku fram og vörpuðu fjölda
spjóta að honum. En hann skaut sér undan
og slapp ómeiddur.
„Miðaðu nú nákvæmlega.drengur minn!“
En áður en Vi-lhjálmur skaut, skaut Graf-
ton, og langi sláninn féll til jarðar. í sama
bili skutu þeir báðir, Vílhjálmur og Flink,
og tveir aðrir af óvinunum féllu steindauðir
til jarðar.
Já, það voru heitar móttökur. Svona féllu
Malajarnir unnvörpum. Það greiddi og eigi
lítið fyrir, að frúin og stúlkan hlóðu byss-
urnar í sífellu og réttu þeim. Börnin voru
lokuð inni, og var Jaeim óhætt.
Kastvopn óvinanna þutu hvínandi í loft-
inu, en Jrað bar engan árangur. Þeir hittu
ekkert, hversu vel sem þeir reyndu að miða.
Árásin stóð fulla klukkustund, en svo hörf-
uðu Malajarnir og létu undan síga, eftir að
hafa misst fjölda rnanna.
„Jæja, nú megum við þó kasta mæðinni!"
sagði Flink. „Þetta gengur eftir öllum von-
um. Eg get eigi stillt mig um að dást að
Jiér, Vilhjálmur, fyrir skotfimi þína, því
luin er aðdáanleg. Æfðir hermenn gera það
ekki betur. Ekki fór eitt einasta skot hjá þér
til ónýtis!“
Frú Grafton spurði Flink, hvort hann
héldi, að Malajarnir væru alfarnir. Nei, það
hélt hann ekki. Þeir myndu áreiðanlega
koma aftur, Joótt seinna yrði. Nú sætu þeir
og-tækju ráð sín saman inni í skóginum.
„Geturðu ekki gefið mér vatn að drekka,
Júnó?“ spurði Vilhjálmur.
Júnó hljóp niður að vatnstunnunni með
ílát undir vatn, en kom strax aftur vatns-
laus, og mátti lesa ótta og skelfingu úr hverj-
um andlitsdrætti hennar. „Ekkert vatn!
Ekkert vatn!“ sagð hún kjökrandi.
„Hvað segirðu, stúlka? Ekkert vatn?“ var
hrópað.
„Nei, stóra tunnan var tóm!“ svaraði
J únó.
Flink varð alvarlegur á svipinn. „Hvern-
ig víkur þessu \ ið? Eg fyllti hana á barnia,
og luin lak ekki dropa!“
„Mér dettur núna nokkuð í hug,“ sagði
stúlkan. „Þegar þvegið var seinast, átti Tom
að sækja vatn í uppsprettuna. Hann var
ótrúlega fljótur að því, og þér hælduð hon-
um fyrir, hve fljótur hann væri. En hann
hefur auðvitað sótt vatnið í tunnuna, en
ekki nent að sækja Jrað í uppsprettuna.
Svona stendur á Jjví, að tunnan er tóm!“
„Hvað er nú til ráða?“ spurði frúin.
Stúlkan hljóp inn til að kcmast fyrir hið
sanna. Jú, það stóð heima! Tom hafði tapp-
að allt vatnið úr tunnunni. Nú sat hann
organdi og hátíðlega lofandi, að þetta skyldi
hann aldrei framar gera.
„Það kemur of seint, það Ioforð!“ sagði
Grafton, og var hinn reiðasti. „Allt var nú
kornið í bezta lag, og umhyggja borin fyrir
öllu því bráðnauðsyn legasta, en svo þarf nú
þetta að koma fyrir, af því að svikull og
brögðóttur strákhnokkinn nennir ekki að
ganga nokkur skref!“
„Já, góði Grafton,“ sagði Flink. „Við
skulum nú vona Jrað bezta, vona, að þessi
óþjóðalýður komi eigi aftur, en lrverfi burt