Nýjar kvöldvökur - 01.01.1948, Side 163
N. Kv.
FLINK STÝRIMAÐUR
153
inn vatnskvartilið, svo að börnin blessuð fái
nú loksins að drekka,“ sagði Flink, með
veikri rödd. „Eg ætla að reyna að skríðu
inn af veikurn mætti.“
Vilhjálmur snaraði kvartilinu inn fyrir
dyrnar og flýtti sér svo aftur út til Flinks,
er brölt hafði á knjám af veikum mætt.i.
Grafton kom nú einnig til hjálpar. Hann
hafði lieyrt skotið, brugðið við til að vita,
hvað um væri að vera, og þá mætti honum
þessi sorgarsjón: Flink máttþrota á knján-
um, og Vilhjálmur að reyna til að koma
honum á fætur. Nú hljóp Grafton til, og
tóku þeir feðgar sinn undir hvorn handlegg,
reistu hann á fætur og fremur drógu hann
en leiddu á milli sín inn fyrir girðingunr
og lokuðu strax dyrunum.
„Ertu sár, góði Flink?“ spurði Vilhjálm-
ur, stúrinn.
„Já, elsku drengurinn minn! Eg er særð-
ur, og það til dauða, en vatnið er fengið.
Hann lagði mig spjóti í brjóstið. Vatn! O,
gefðu mér fljótt vatn!“
Grafton tárfelldi. „Já, ef við hefðum nú
vatn!“
„Það höfum við, pabbi! En það varð okk-
ur of dýrt,“ sagði Vilhjálmur, skjálfradd-
aður, urn leið og hann hljóp inn og kom
þegar út aftur með glas af vatni úr kvartil-
inu og rétti Flink, sem þegar teygaði það
í botn.
„Þakka þér innilega fyrir drykkinn, Vil-
bjálmur; hann kom sér vel; og nú bið eg
þig að leggja mig útaf þarna í pálmagreina-
rúmið okkar, og svo skaltu fara og gefa öll-
unt að drekka. Síðan kenrurðu til mín aft-
ur, en fyrir alla nrtmi lætur þú ekki mönrmu
þína vita neitt um, að eg hafi slasazt; nrundu
mig um það!“
„Pabbi, þú vérður að útbýta vatninu,“
sagði Vilhjálmur; „eg fer ekki fet frá Flink,
erns og hann er á sig kominn!“
„Það geri eg nreð ánægju," sonur nlinn:
€n drekktu nú fyrst sjálfur!“
Vilhjálmur, sem orðinn var vfir sig
þreyttur og þjakaður, og auðvitað eins og
aðrir yfirkominn af langvinnum þorsta,
slokaði í sig glas af vatni, og fannst honum
við það færast líf um sig allan. Og á meðan
Grafton útbýtti vatninu öllunr inni, sat Vil-
lrálmur stúrinn, svo að lronunr lá við gráti,
yfir Flink gamla, sem stundi þungan.
XXXVIII. KAPÍTULI.
Frelsuð úr prisundinni.
Þrisvar sinnum varð Grafton að sækja
vatn handa konu sinni og börnum. En svo
fóru þeir, hann og Vilhjálnrur, að atlruga
sár gamla Flinks. Vilhjálmur var búinn að
hneppa frá honunr fötunum. Nú bað gamli
nraðurinn um meira vatn. Hann fékk það.
Svo lögðu þeir feðgar hann á mýkri hvílti-
stað; og er þeir höfðu gert jrað, velti hamr
sér á lrliðina, og upp úr honum rann tals-
vert blóð.
„Nú líður mér betur,“ sagði lrann lágt;
en um fram allt bittu unr sárið, Vilhjálmur;
gamall nraður, eins og eg, nrá ekki verða
fyrir nriklum blóðmissi.“
Villrjálmur reif sig undir eins úr skyrt-
unni, reif hana sundur í langar rænrur og
batt um sárið, til þess að stilla blóðrásina.
Ltlu síðar kom frún út.
„Hvar er hann?“ spurði hún. „Það má
þó ekki minna vera, en að eg þakki honum,
og þannig. . . . “
Grafton konr á nróti konu sirrni, og tók
undir lrandlegginn á henni og sagði:
„Flink er særður! Særður hættulega! Eg
vildi, eða þó réttara gat ekki sagt þér frá
því.“
Hún fékk nú að lreyra lrið sanna í þessu
máli, og grátandi féll hún á knébeð við
rúnr gamla Flniks.
„Eg ætla að biðja yður, kæra frú, að tár-
fella ekki mín vegna,“ sagði Flink. „Það
eina, sem mér fellur illa við þetta áfall, sem
nú hef eg orðið fyrir, er það, að geta nú
20