Nýjar kvöldvökur - 01.01.1948, Page 166
156
FLINK STÝRIMAÐUR
N. Kv.
gei'ast? Var hér um undur, tákn og stór-
merki að ræða?
„Það hlýtur að vera fallbyssa, pabbi, sem
hér er um að ræða,“ sagði Vilhjálmur, frá
Sér numinn af fögnuði. „Og hingað komið
skip méð þá fallbyssu. Öðru vísi getur það
ekki verið. En það þýðir hvorki meira né
minna en það, að við erum frelsuð — frels-
uð — frelsuð! “
Af allra vörum hljómuðu fagnandi þessi
orð: „Við erum frelsuð, frelsuð úr þessári
prísund!" Drottins vegir eru órannsakan-
legir.
Villimönnunum skaut heldur óþægilega
skelk í bringu, er drunurnar héldu áfram
látlaust og ógnandi, og það fór aö draga úr
mesta ákafanum með árásina, og þar kom,
að árásin snerist allt í einu upp í hraðan
flótta niður lil strandarinnar, hrnudu þeir
í snatri bátum sínum á flot og tóku til ár-
anna. Ekki einn einasti maður varð eftir.
„Svo fór unr sjóferð þá!“
„Já, við erum frelsuð, og úr allri hættu,“
sagði Grafton í þeim fagnaðarróm, sem eigi
verður lýst. Hann hljóp þegar til konu sinn-
ar til að tilkynna henni þessi fagnaðartíð-
indi, en hún var þá fallin á knébeð í þögulli
og innilegri þakklætisbæn til drottins fyrir
dásamlega vernd og varðveizlu á þessum óg-
urlegu hættutímum. Hann mnfaðmaði
hana í algleymingsfögnuði.
Vilhjálmur klifraði í skyndi upp í pálma-
tréð sitt, og þaðan kallaði hann niður í
gegnum fallbyssudyninn:
„Eg sé gríðarstóra skonnortu hér á vík-
inni, sem er að skjóta á óvini okkar í sífellu
og þeir falla í tuga tali. — Nú koma þeir
vopnaðir í land frá skonnortunni. — Nii
hefst skotlníðin aftur. — Þeir eru nú að
stíga á land. — Nú koma þeir!“
Vilhjálmur var fljótur að fikra sig niður
úr trénu og hamast við að tala slagbrand-
ana frá. Og það stóð heima; þegar hann tók
seinasta slagbrandinn frá, heyrði hann fóta-
tak úti fyrir.
Hann hratt upp hurðinni.
í sömu svifum lá hann í faðminum á
Osborn skipstjóra.
XXXIX. KAPÍTULI.
I gúðsfri.ði!
Þetta má nú kalla björgun á seinasta
augnabliki!
En hvernig gat á björguninni staðið? Og
hvernig stóð á konru Osborns skipstjóra
hingað til eyjarinnar?
Það seinasta sem við frá honum heyrðum,
þessum ágæta manni, var, þegar Mackintoss
og aðrir skipsmenn á hinu sökkvandi skipi,
„Tasmaníu", tóku þenna meðvitundar-
lausa skipstjóra sinn með sér í björgunar-
bátinn. Hann vissi þá ekkert hvað fram var
að fara; hafði fengið svo mikið högg á liöf-
uðið, að hann lá í dái. En svo smáraknaði
hann við og fékk ráð og rænu, Það hafði
verið voðaleg nót’t, sem þessir aðþrengdu,
sjóhröktu vesalingar áttu í stórsjó og aftaka-
roki, í litlum björgunarbát, og hreinasta
guðsmildi, að þeir ekki fórust. En heppnin
og gæfan var með þeim. Strax næsta morgun
slotaði og dró úr sjónum, og áður en varði
rákust þeir á stórt skip, er var á leið til
Tasmaníu, og sem nú bjargaði þeim. —
Mackintoss yfirstýrimaður hafði skýrt Os-
born skipstjóra, er hann raknaði úr rotinu,
frá öllu því er fram fór á „Tasmaníu" upp
á síðkastið. Og er skipstjóri halði fengið
rétta og nákvæma lýsingu ;i því öllu saman,
efaðist liann ekki eitt augnablik um, að
þetta mikla og ágæta skip nú væri farið í
sjóinn og lægi á mararbotni með gamla
Flink og fjölskyldu Graftons. Þessi afdrif
hins góða skips voru þegar tilkynnt útgerð-
arfélaginu.
Á meðan Osborn skipstjóri dvaldi á
eynni Tasmaníu, eða Van Diemenslandi,
eins og Hollendingar kalla eyna, \ arð mikil
breyting á lífi hans. Sjómaðurinn gerðist
landmaður, bóndi! Því betur sem hann