Nýjar kvöldvökur - 01.01.1948, Page 168

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1948, Page 168
158 FLINK STÝRIMAÐUR N. Kv» þeir urðu eigi varir við neitt. Allir höfðu, yfirkomnir af hræðslu, lagt á flótta til strandar, og voru nú komnir langt á haf út. Osborn skipstjóri skýrði nú þeim Graftons- hjónum frá, hvernig allt hafði gengið til síðan þau síðast sáust, einnig því, hver breyting var að verða á lífi hans sjálfs. — „En eftir á að hyggja, livað segið þið mér um gamla Flink? Hvernig líður honum?“ „Því miður mjög illa,“ sagði Grafton. „Hann er særður svo, að heita má að hann sé að deyja.“ Þegar Osborn heyrði þetta, flýtti hann sér á fund gamla mannsins. Flink þekkti strax gamla skipstjórann sinn, það er að segja á röddinni, því að sjónina var hann sama sem alve'g búinn að missa. „Nú, svo að Osborn skipstjóri er hingað kominn, heyri eg. Það var fallegt og rétt eftir yður að koma, og það á þessum tíma, því að nú er eg að leggja upp laupana. Þessu hef eg stöðugt átt von á, að einmitt þér yrð- uð til að frelsa okkur úr þessari útlegð. Eg fæ því elcki lýst, hve vænt mér þykir um, að þér eruð hingað kominn, og að eg um leið fæ tækifæri, bæði til að þakka yður fyrir komuna og taka í höndina á yður og kveðja yður, áður en eg dey.“ „Vertu ekki að tala um dauðann, Flink!“ sagði Osborn. „Eg vona að þú sért eigi hel- særður. Eg hef ágætan lækni. Hann sendi eg í land til þín og hann hjálpar þér til lífsins aftur.“ „Lækni!“ Flink hristi höfuðið. „Nei, það er enginn sá læknir til í víðri veröld, er mér gæti hjálpað. Innan stundar er eg liðið lík.“ Hann spennti greipar á brjósti sér og lok- aði augunum í kyrrlátri bæn. Allir, er inni hjá honum voru, fóru út, til þess að lofa honum að vera einum. Vilhjálmur einn var eftir inni hjá þessum tryggðavini sínum, til þess að rétta honurn svaladrykk, ef lrann vildi, eða hlúa eitthvað annað að honum. Það leið drykklöng stund. Þá opnaði Flink augun aftur og kallaði Vilhjálm til sín. „Nú, svo að þú ert þá hérna inni hjá mér, elsku drengurinn minn! Hlustaðu nú vel á mig: Það er ósk mín og vilji, að eg verði jarðaður á hæðinni hjá Hndinni okkar, þar undir trjánum. Mundu að segja foreldrum þínurn þessa ráðstöfun mína! Og svo verðið þið öll að muna mig um það, að brýna Tom aldrei með því, að hann óbeinlínis sé orsök í dauða mínum. — En nú ætla eg að biðja þig að kalla á foreldra þína og börnin, og auðvitað Júnó líka, svo að eg geti kvatt alla í seinasta sinn.“ Grátandi fór Vilhjálmur inn í húsið og kallaði foreldra sína og systkini. Osborn og Júnó að dánarbeð hins trygglynda, gamla manns. Þau röðuðu sér í fylkingu urn legu- rúm hans, hann vék vinalegum orðum að hverjum einstökum. Allir féllu á kné við rúm hans og kysstu liann seinasta skilnaðar- kossinn þögul og stúrin, jafnvel grátandi stóðu þau þarna um stund, nema Vilhjálm- ur, sem á hnjánuifi hélt í höndina á hinum deyjandi manni. Nokkur augnablik enn, — svo andvarpaði hann þungan, höfuðið féll aftur á bak — og Flink gamli stýrimaður \'ar örendur. „Þá er nú þessu helstríði lokið," sagði Grafton með alvöruþunga í röddinni. Og lágt bæti hann við: „Sælir eru þeir, sem í drotni deyja“. Svo fór liann út með konu sína og börn, en Vilhjálmur og Júnó urðu ein eftir inni yfir líkinu. áTsalings negra- stúlkan grét svo sárt, að hjartað ætlaði alveg að springa. „Vilhjálmur!" sagði hún, og ætiaði engu orði upp að fá stunið fyrir gráti, „Júnó heldur gamli Flink sendur afdrottnisjálfum til að bjarga okkur öllum. Nú er okkur bjargað, og þess vegna bjargar drotttinn honum heim, og tekur hann til sín upp í himininn!" ,,Já,“ ságði Vilhjálmur, „á himnum er hann, og“ bætti hann við mjög alvarlegur:.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.