Lítið ungsmannsgaman - 01.02.1852, Blaðsíða 5
sú íþrótt að öllu leyti Jijóftverjum að þakka.
5að var hin fyrsta byrjun til ltennar, að menn
skáru út ýmsar myndir í trje. Einkum var það
alltítt, að menn skáru svo út myndir helgra
manna, báru á trjemyndina einhverja svertu
og klíndu síðan yfir pappír; kom þá út umgjörð
myndarinnar, sem þeir svo opt á eptir máluðu
nieð ýmsuin litum. jiaó sýnist svo sem munk-
arnir í klaustrunum hafi einkum kunnað og lagt
fyrir sig þessa íþrótt; en svo lærðu hana líka
aðrir, einkum þeir, sem lögðu það fyrir sig að
búa til spil. Jau voru fyrst dregin upp með
málara skúfum; en af því það þurfti langan
tíma til að mála svo hvert spil, þáliöíðumenn
ekki við að búa til eins mikið af þeim, og út
gat gengið, því fljótt urðu margir sólgnir i spil,
og vildu eignast þau sjer til gamans og dægra-
styttingar. J»á fann þjóðverskur maður upp á
ráði, til að búa þau til bæði fljótt og Qölda-
niörg. Hann skar spilamyndirnar út i trjetöbl-
ur, litaði töblurnar með málara skúfum, oglagði
svoyfir spilablöðin; síðan þrýsti hann þeimyfir
töblurnar, og komu þá út spilamyndirnar.
íannig voru spilin almennt búin ti^ á 14. öld.
En þessi aðferö varð brátt orsök til annark meira.