Lítið ungsmannsgaman - 01.02.1852, Blaðsíða 27
27
meft. Optast nær leitar það að bráð sinni á næt-
urtíma, og situr á svikráðum við {>au dýr, seni
{)að leggst á, allt eins og köttur.
Ljónið á heima víðast hvar í Afriku, og í
suðurhluta Asíu; {)ó er miklu fleira til af þeim
í Afríku. 5ví heitara sem er í þeim löndum,
þar er Ijónið lifir, þess stærra, ólmara og djarf-
færnara er það. Ljónið getur orðið ákaflega
gamalt. Árið 1760 dó í Lundúnum ljón eitt,
sem hjet Pompejus, og var sjötugt að aldri.
3>ó að ljónið sje ekki öllu stærra á velli en
hjörtur, þá er það þó miklu þyngra, og kemur
það til af þvi, að það er allt svo rekið saman
og ákaflega fastholda; öll bein í því eru fjarska-
hörð og sterk, vöðvarnir óvenjulega stórir og
þjettir. Ljónið er holdskarpara en flest önnur
dýr til jafnaðar, en það er þeim mun beina-
stærra og vöðvameira. Ljónshvolpar, sem eru
fárra vikna gamlir, eru ekki stærri en hundar í
minna lagi; þeir eru meinlausir og snotrir, og
glensfullir eins og ketlingar. Flestir ferðamenn
bera Ijóninu þann vitnisburð, að það sje blúö-
þyrst og gvimmt, en þó undir eins brögðótt,
huglítið og svikult, því það læðist að bráð sinni