Lítið ungsmannsgaman - 01.02.1852, Blaðsíða 30
30
inn á bágara með að sjá i myrkri en nokkur
önnur skepna; en hann bætir það upp meðþví,
að hann getur þá brugðið upp Ijósi. jþetta liið
sjerstaklega sjónarlag var þess vegna með öllu
ómissandi fyrir ljónið, til þess það gæti fundið
bráð sína. jiað læðist líka að benni skríðandi
með þeirri glöggskyggni, sem það ómögulega
gæti haft, ef forsjónin befði ekki út búið það
með svo skýrri sjón í næturmyrkrinu.
Allir kannast við það, sem kallað er kampar
á efri vör kattarins. Kampar þessir eru mjög
áriðandi mörgum villidýrum, því þeir eru verk-
færi tilfinningarinnar. Hvað lítið sem þessi
kampahár koma við blutina, sem í kringum eru,
þá finnur dýrið það glöggt, jafnvel þó engin
tilfinning sje í hárunum sjálfum. Bæði á ljón-
inu og á kettinum standa kamparnir út í loptið
sin hvoru megin á efri vörinni, svo að millibil-
ið milli yztu brodda kámpanna samsvarar gild-
leika dýrsins. ÍÞegar vjer nú ímyndum oss
ljónið, þar sem það í náttmýrkri er að læðast í
gegnum þykkan skóg, þá getum vjer sjeð, hvaða
gagn það hefur af þessum löngu kampahárum.
Hvað lítið sein þau koma viö, þá segja þau til,
að ein eða önnur táhnun muni mæta líkaman-