Lítið ungsmannsgaman - 01.02.1852, Blaðsíða 9
9
lánað honum peninga, svo hann fór aptur það-
an til Mainz hjer um bil 1445, og settist að í
húsi, sem hann átti þar, og hjet að Gutenberge,
(Góðhálsi), og því var hann Guttenberg kallað-
ur. Hjer komst hann í kunningsskap við ríkan
gullsmið að nafni Jóhann Faust, sem gjörði
samning við hann og lánaði honum peninga.
5eir settu þá á stokkana liina fyrstu prentsmiðju,
sem heimurinn hefur átt; og nú tók Guttenberg
til starfa fyrir alvöru, með hinu mesta kappi
og fögnuði. Látinsk stafrofskver ogbænabæk-
ur komu út hvort á fætur öðru, sumt prentað
með hinu útskorna spjaldaletri, sumt líka meú
settu letri af sundurlausum bókstöfum. Öll þessi
kver runnu iit og gáfu töluvert í aðra hönd.
Nú bættist þeim nöfnum líka góður liðsmaður,
þar sem Pjetur Schöffer var. Hann fann upp
á prentsvertúnni, sem búin er til úr kinroki og
fernis, því áður höfðu þeir haft blek, eða ein-
hvers konar sótsvertn. En hjer kemur nú að
aðalatriði í sögu þessari. Guttenberg reyndi til
að skera bókstafina út í málm; en fyrirhöfnin
og yfirlegan yfir því var þeim mun meiri, sem
Verra var að vinna á honum en trjenu, og líka
urðu bókstafirnir, eins ogáður, ójafnir að stærð