Lítið ungsmannsgaman - 01.02.1852, Blaðsíða 34
34
þegar hún tekur innan úr fyrsta fiskinum, sjer
hún hring í kútmaganum. Hún tekur hann og
skoðar nákvæmlega, og bregður ekki -lítið við,
er hún sjer, að það er sami hringurinn, sem
hún fyrir svo mörgum árum hafði kastað í sjó-
inn. Frá hugsunum og tilfinningum hennar út
af þessu, eða hvort hún þekkti sinn vitjunar-
tíma, auðmýkti sig fyrir guði og kannaðist við
hans ráð — frá því getum vjer ekki skýrt; en
eigi getum vjer varizt að álíta, að það hafi
verið fingur guðs, sem færði henni heim hring-
inn aptur, því vjer vitum það gjörla, aö guð
lætur ekki að sjer hæða, og að hann er sá,
sem niðurbeygir og upphefur.
3>essi sama ekkja lifði enn fyrir nokkrum
árum síðan á Bornhólmi, og er þar þessf merki-
legi atburður enn þá mjög í minnum hafður.
14. Guðmundur Ferðalanyur.
$egar Guðmundur heitinn Ferðalangur var
i föðurgarði, sætti hann opt ávítum af móður
sinni fyrir leti, er hann aldrei nennti að hlaupa
bæjarleið hvað sem við lá; var það jafnan við-
kvæði Guðmundar, að göngin milli búrs og eld-
húss væru fullharður áfangi fyrir hann. Sumar
v