Lítið ungsmannsgaman - 01.02.1852, Blaðsíða 49
49
kaupmannsins, ervarung að aldri og afbragðs-
fríð sýnum. Fegurð liennar hreif líka svo á
munkinn, að hann gat ekki stjórnað ást sinni
til hennar, og fór þvi að hugsa upp ráð til að
ná í hana, án þess f)ó að láta á bera hvað í
efni væri. Loksins datt honum ráð í liug,
sem hann eigi efaðist um að mundi lukkast.
Hann kom einn dag að hússdyrum kaupmanns-
ins, eins og hann var vanur, og dóttir kaup-
mannsins rjetti honum {)á gjöf, sem vant var
að gefa honum. Um leið og hann gekk í burtu,
kallaði hann með hárri röddu, svo að faðir
stúlkunnar gat heyrt: mikil ósköp! Mikil ó-
sköp væri það, ef slík óliamingja skyldi vilja
til! fór eins og liann hafði hugsað, að
j>essi orð, og |>ó einkum þetta rof á hans helga
þagnarheiti, sem allir vissu að hann haiði svar-
ið, og svo lengi haldið, vakti forvitni kaupmanns-
ins. Kaupmaðuriiin hljóp á eptir munkinum
og spurði hann ýtarlega, hvers vegna hann hefði
nú rofið þagnarheiti sitt. Munkurinn ljet í fyrstu
sem sjer væri ekki um, að skýra frá orsökinni.
Loksins sagði hann þó dapur í bragöi: það er
meðaumkun mín með yður, vinur minn! sem
hefur þrýst mjer til að rjúfa mitt hátíðlega lof-