Lítið ungsmannsgaman - 01.02.1852, Blaðsíða 35
35
eitt rjett fyrir lestir, þegar allir ungir menn í
sveitinni voru riðnir að heiinan í kaupstaða-
ferðir, kemur móðir Guðmundar að máli við
liann, og tjáir honum hve vesalmannlegt ftað
sje fyrir hann að sitja heima, þegar allir jafn-
aldrar hans ríði í kaupstaði, til að kynna sjer
danska siði, og telur hún svo um fyrir honum,
að Guðmundur lofar að fara af stað og sjá sig
um. Daginn eptir leggur hann að heiman með
nesti og nýja skó. Sólarhiti var mikill um dag-
inn, en Guðmundur átti að sækja upp allbratt-
an háls. Jegar liann er kominn upp í miðja
brekkuna, staldrar hann við og stynur fiungan,
lítur upp eptir brekkunni og lnistir höfuðið.
Var þá sól komin í hádegisstað. Guðmundur
leggst þá niður' og teygir úr öllum öngunum;
síðan sofnar liann, og þegar hann vaknar aptur
er komið að sólarlagi. Guðmundur tekur þá
malpoka sinn og íer að snæða; hættir hann
ekki fyr en hann er búinn með nestið, sem móð-
ir hans hafði ætlað til þriggja daga. 3>á segir
Guðmundur: fullir kunna flest ráð, og ekki tjá-
ir að leggja i langferð nestislaus; ræður hann
þá af að hverfa heim aptur. Jegar hann kem-
ur þar, eru allir í svefni; hann treystir sjer ekki