Lítið ungsmannsgaman - 01.02.1852, Blaðsíða 55
55
menn, þá misbrúkar hann ekki mátt sinn á fjeim.
Satt er það, segir biskup, en mjer er nú for-
vitni á aö vita, hvernig jeg hef sókkt að taflinu
í þetta sinn, því líklega setjið þið eitthvað und-
ir, er þið teflið um; og hverjum gengur þá bet-
ur núnaV Maðurinn segir: mjer gengur miður
núna, og hefur guð unnið af mjer í þetta skipti
50 gyllini, því um þau höfum við teflt. Bisk- '
up segir: Iivernig fer þú ab greiða guði þessa
peninga, þegar hann vinnur V Móttökumenn hans
eru fátækir, segir maðurinn og rís á fætur, og
hefur guð nú sent yður, lierra minn! til að taka
á móti þessum peningum, og útbýta þeim með-
al fátækra á feröum yðar. Síðan telur hann 50
gyllini og fær biskupi, gengur svo inn í skóg-
inn og hverfur. Biskupinn furðaði sig mjög á
manninum, og vissi ekki hvað liann átti að
hugsa um hann. Fyrst hjelt hann að maðurinn
væri hálfviti, en þegar hann nú haíði heyrt svör
hans, og sjeb hversu hann fór að ráði sínu, gat
hann ekki annað álitið, en þetta væri mesti
guðsmaður. Biskup ræddi fátt um þetta, en
lijelt nú á fram ferðum sinum, og útbýtti pening-
unum með mestu samvizkusemi fátækum mönn-
um og guösvoluðum. Á leiðinni heim til sín heim-