Eimreiðin - 01.01.1931, Blaðsíða 26
EIMREIÐIN
Við þjóðveginn.
ísland 1930.
(Stutt yfirlit).
Tíðarfar 1930 var ekki nándar nærri eins veðursælt
og undanfarin ár. Veður var óstöðugt og umhleyp-
ingasamt. 1 byrjun ársins hlóð niður snjó, og snjóflóð féllu
víða. Eitt hljóp á Seyðisfirði milli Vestdalseyrar og Dverga-
steins á tvö hús samföst, svonefnd »Grúðahús« og tók annað
þeirra ásamt áfastri bryggju. Manntjón varð ekki. Á Vaðla-
heiði hljóp snjóflóð og sömuleiðis í Onundarfirði og Súganda-
firði, og fórst þar nokkuð af sauðfé. Hlákur gerði við og við,
og varð hagbeit sæmileg það sem eftir var vetrar. Ovenjuleg
hitabylgja með ligningu kom í marzbyrjun, og gerði þá vatna-
vexti um land alt meiri en menn muna. Hvítá flæddi upp um
Skeið og Flóa og tók 170 fjár og gerði skaða á heyjum o. fl.
Hafís kom upp að Vesturlandi og Grímsey í marz. Sumarið
var óþurkasamt, einkum austanlands og sunnan, er gerði mjög
óhægt um hey- og fiskverkun. Á Austfjörðum komu ofsa-
rigningar í ágúst og september. Urðu miklir vatnavextir, og
skriður hlupu á Norðfirði og Seyðisfirði. Veturinn lagðist
snemma að, nóvember var kaldur en dezember hlýrri, og
hagar þá víðast góðir. Ofsarok gerði fyrstu dagana í dezem-
ber, og fórst þá togarinn »Apríl« á leið upp frá Englandi
með 18 manns.
Löggjöfin Þingið kom saman um 20. janúar og sat fram að
páskum. Helztu lög er samþykt voru: Um Útvegs-
banka íslands, ráðstafanir fyrir Alþingishátíðina, flugmálasjóð,
rafmagnsdeild við Vélstjóraskólann, greiðslu verkakaups, sveita-