Eimreiðin - 01.01.1931, Page 34
14
VIÐ ÞjÓÐVEGINN
EIMREIÐIN
var í Reykjavík og á Þingvöllum dagana fyrir og um alþingis-
hátíðina. — Um og eftir hátíðina komu og mörg ferða-
mannaskip.
I sambandi við alþingishátíðina voru haldnar í Reykjavík
fvær listsýningar og landssýning á heimilisiðnaði.
Svíar skipuðu hér útsendan aðalræðismann, Holmgren skrif-
stofustjóra, frá byrjun júlí.
Verkfall varð við síldarverksmiðjuna í Krossanesi 7.—19.
júlí, og olli það síldveiðum nokkrum óþægindum.
íslenzkir kommúnistar klofnuðu frá flokki jafnaðarmanna
seint á árinu og stofnuðu sérstakan stjórnmálaflokk.
Loftskipið >Qraf Zeppelin* kom til Rvíkur 17. júlí, en
hafði ekki viðdvöl og aðeins loftskeytasamband við bæinn.
Þýzkur flugmaður, Hirt að nafni, kom hingað við annan
mann í ágústbyrjun á lítilli tveggja manna flugvél. Ætlaði að
fljúga til Ameríku, en hætti við þá tilraun.
Einnig kom sami þýzki flugbáturinn, sem kom sumarið
1929. Var í bæði skiftin undir forustu v. Gronau. Flaug hann
héðan um Grænland til Ameríku.
Mannfjöldi á landinu var um áramótin 1929—30: 106 350.
Kaupstaðirnir höfðu þá þessa íbúatölu: Reykjavík 26.428
(fjölgun á árinu 1211), Akureyri 3613 (fjölgun 265), Hafnar-
fjörður 3412 (fjölgun 61), Vestmannaeyjar 3369 (fjölgun 38),
ísafjörður 2333 (fjölgun 66), Siglufjörður 1900 (fjölgun 140),
Nes 1103 (fækkun 2) og Seyðisfjörður 957 (fjölgun 18). —
Mannfjölgun árið 1929 hefur verið 1538 á öllu landinu, en í
ofannefndum kaupstöðum hefur íbúum fjölgað um 1797.
Aðalmanntal, sem tekið er á 10 ára fresti, var tekið 2.
dezember. Samkvæmt bráðabirgðatalningu á því manntali hafði
Reykjavík tæpa 28.000 íbúa.