Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1931, Síða 44

Eimreiðin - 01.01.1931, Síða 44
24 TILRAUN DR. HEIDEGGERS EIMREIÐIN »Nei, nei, ég danza við hana«, kallaði Gascoigne. »Hún hét mér eiginorði fyrir fimtíu árum«, gall herra Medbourne við. Nú þyrptust þeir allir utan um hana. Einn þeirra greip báðar hendur hennar ástríðu- fullu taki; annar brá hendi um mittið; þriðji gróf hendi sína í blæmjúkum lokkunum, er héngu í klösum niður undan kappa ekkjunnar. Hún kaf- roðnaði, hún blés upp og ofan, hún barðist um, hún at- yrti þá, hún hló, varmur andi hennar blés um kinnar þeirra á víxl, og hún reyndi að losa sig, en engu að síður sat hún föst í þríþættum viðjum ungu herranna. Aldrei hefur gefið á að líta fjörugri mynd af ungæðislegri samkepni um töfrandi kvenfegurð að sigur- launum. En skrítin missýning var það, er stafað hefur af rökkurdimmunni í herberginu og fornlega búningnum, er þau báru enn, að stóri speg- illinn endurspeglaði þrjá gamla, gráhærða, visna afa, sem voru að glíma um gráföla, granna, ljóta kerlingu, svo að hlægi- legt var á að líta. En ung voru þau: logandi ástríðurnar sýndu að svo var. Daðrið í ungu ekkjunni gerði þá hálftrylta; hún gerði hvor- ugt, að veita þeim ástaratlot, né neita þeim um þau með öllu, og loks fór svo, að þessir þrír keppinautar tóku að gefa hverir öðrum ilt auga. Annari hendi héldu þeir fast í goðið, en með hinni gripu þeir fyrir kverkarnar hver á öðrum. Þar sem nú leikurinn barst fram og aftur, valt borðið um koll, og kerið brotnaði í smámola. Æskulindarvatnið flaut í stríð- um straumum eftir gólfinu, vætti á leið sinni vængi á fiðrildi, sem orðið var gamalt með hallandi sumri, og hafði borist þarna fyrir til þess að deyja. Fiðrildið hófst á flug og flögraði léttilega um her- bergið, og settisí á snjóhvítan kollinn á dr. Heidegger. »Kyrrir nú, kyrrir nú, herrar mínir! og þér, frú Wycherley!« hrópaði doktorinn, »ég hlýt vissulega að krefjast þess, að þið hæltið þessum óhemju- látum«. Þau numu staðar og hrollur fór um þau, því að svo virtist sem öldungurinn Tími væri að heimta þau aftur frá sól- ríkri æskunni langt niður í hrollkalda og skuggalega dali áranna. Þau litu á gamla dr. Heidegger, sem sat í útskorna hægindastólnum sínum og hélt á hálfrar aldar gömlu rósinni, er hann hatði náð í innan um
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.