Eimreiðin - 01.01.1931, Page 48
28
REIKNINGAR ÍSLENZKA RÍKISINS
EIMREIÐIN
komi í ljós rekstursafgangur eða halli þjóðarbúanna. Er þess
vandlega gætt að halda raunverulegum tekjum og gjöldum
aðgreindum frá öðrum viðskiftum. Enda er slík aðgreining
eilt höfuðatriði allrar reikningsfærslu, og meginskilyrði þess,
að yfirlit fáist um fjárhag og fjárstjórn.
Síðan 1923 hafa fjármálaráðherrar ekki allir fylgt sömu
reglu um samning rekstursreiknings. Sumir hafa gert meira
að því en aðrir að draga út úr reikningnum þær upphæðir,
sem þar áttu eigi heima.
Með þessu er grundvellinum kipt undan samanburðinum
milli ára. Verður hann eigi gerður lil hlítar, nema reikning-
arnir séu samdir að nýju og sömu reglum fylgt öll árin. Er
ekki ofsagt, að aldrei hefur nokkur rekstursreikningur sýnt
raunverulega rekstursniðurstöðu ríkisbúsins. Er því varhugavert
að reiða sig á niðurstöður rekstursreikninganna, er dæma
skal um rekstursafkomu eða gera samanburð á tekjum og
gjöldum við önnur reikningsár, nema að undangenginni rann-
sókn um, hversu færslu reikningsins er háttað í einstökum
atriðum. Er það ljóst, að reikningsskil slík sem þessi eru alger-
lega ófullnægjandi þjóðinni og þeim, sem um fjármálin annast.
Oglöggum reikningsskilum fylgja stöðugar þrætur um nið-
urstöður. Verða deilur þessar mjög í lausu lofti, ef reikningar
eru yfirgripsmiklir og föstum og réttum reglum eigi fylgt um
tilhögun þeirra. Því miður hefur borið töluvert á deilum þess-
um hér á landi, einkum fyrir kosningar. Þykist ég þess full-
viss, að margur kjósandi hafi við slík tækifæri leitað til
landsreikninganna um úrskurð í þessum efnum, en reynst
þeir óaðgengilegir af framangreindum ástæðum, ásamt öðrum
fleiri, er enn hafa eigi verið raktar. Núverandi fjármálaráð-
herra Dana, Bramsnæs, hélt fyrirlestur um ríkisbókhald og
endurskoðun í Danmörku á fundi norrænna embættismanna,
er haldinn var í Helsingfors 1925. í fyrirlestri þessum drap
hann á, að síðan Danir komu hinu nýja skipulagi á ríkisbók-
hald sitt og ríkisreikning, væri með öllu hætt að deila um
það í Ríkisþinginu, hver væri hin raunverulega rekstursniður-
staða þjóðarbúsins, en áður hefðu deilur þessar verið mjög
tíðar. Snúast umræður nú um önnur atriði fjármálanna, og
byggja menn ótrauðir á niðurstöðum reikninganna, sem samdir