Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1931, Page 62

Eimreiðin - 01.01.1931, Page 62
42 í EFTIRLEIT EIMREIÐIN Á vetrum, þegar menn úr Mývatnssveit eru þarna austur frá í hestagöngum eða kindaleit, fara þeir þó stundum heim á Hólsfjalla-bæi til gistingar. En þá verður að biðja um ferju yfir ána fyrirfram símleiðis frá Reykjahlíð, því að frá ferju- staðnum eru 4 km. heim að Grímsstöðum á Fjöllum, en sá bær er næstur. Benedikt heitir maður, Sigurjónsson, á Skútustöðum við Mývatn. Hann er annálaður fyrir margar svaðilfarir um Mý- vatnsfjöll í kindaleitum; hefur hann nokkrum sinnum fengið á köldu að kenna í skammdegis-stórhríðum fjarri mannabygðum og þá sýnt furðulega þrautseigju, karlmensku og áræði. Allra manna oftast hefur hann farið í kindaleit suður í Grafarlönd eða 27 ferðir alls. Hann er nú 54 ára að aldri og ekki loku fyrir það skotið, að honum megi enn auðnast að fara í margar eftirleitir. Hér verður nú sagt af einni eftirleitarferð Benedikts eftir •því, sem hann hefur sjálfur sagt þeim, er þetta ritar. Að kvöldi þess 8. dezember 1925 komu nokkrir menn úr Mývatnssveit að Reykjahlíð. Var það ætlun þeirra að leggja af stað þaðan að morgni næsta dags austur á fjöll að smala saman sauðfé því, er gengið hafði þar úti frá því um haustið. — Einn þessara manna var Benedikt Sigurjónsson. Þann 9. dez. voru þeir um kyrt í Reykjahlíð, því þá var norðan stór- hríð. — 10. dez. var betra veður og þó norðan nepja með renning og hríðarél. Fóru þeir þá austur eftir á skíðum og gistu nóttina eftir í kofanum við Hrauntagl. Þrjá dagana næstu, 11.—13. dez., voru þeir að smala saman fénu þar austan við Nýjahraun og leita að því, sem vantaði. Hríðaði lítið þá daga, og voru allgóð veður, frostmikið þó. Þann 13.—14. dez. ráku þeir féð að austan ofan í Reykjahlíð, nema Benedikt Sigur- jónsson, sem varð eftir til að leita enn betur að þeim kind- um, sem í hjörðina vantaði. Einnig hafði hann eftir forustu- sauð góðan og vitran, er hann átti; sá sauður hét Eitill og var þá tveggja vetra. — Þann 12. dez. hafði maður komið neðan úr sveit þar austur á fjöllin til að sækja hross, og leit- aði Benedikt þeirra með honum þ. 14.; fundu þeir þau langt morður við veg, þar sem heitir Norðmelshæð. — Daginn eftir,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.