Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1931, Page 70

Eimreiðin - 01.01.1931, Page 70
EIMREIÐIN Hin nýja heimsskoðun. 1 janúarhefti tímaritsins „Gveat Thoughts“ þ. á. er grein um fyrirlestra þá, sem stjörnufræðingurinn heimskunni James Jeans hélt í nóvember síðastliðnum við háskólann í Cambridge um „alheiminn og leyndardóma hans“. Fyrirlestrar þessir vöktu mikla athygli og komu nýlega út í bókar- formi. I niðurlagi fyrirlestra þessara lýsti höfundurinn allítarlega hinni nýju heimsskoðun vísindanna og fór um hana meðal annars þessum orðum: Fyrir þrjátíu árum töldum vér líklegt, að þekkingarleit mannsandans væri um það bil að opna oss þann skilning á alheiminum, að hann væri vélræns eðlis. Oss virtist hann fólginn í samloðan öreinda, sem væru knúðar af blindum og takmarkslausum náttúruöflum til að þyrlast um stund í meiningarlausum danzi og hverfa svo aftur í skaut hinnar lífvana náttúru. Inn í þessa vélgengu veröld hefði lífið borist af tómri tilviljun fyrir starf þessara sömu blindu afla. Að minsta kosti einn afkymi þessarar allsherjar tilveru öreindanna hafði af tilviljun öðlast meðvitund um stundarsakir — ef til vill voru fleiri slíkir afkymar til —, en fyrir starf þessara sömu blindu afla mundi hún slokna aftur af sjálfu sér. Nú á dögum er sú skoðun mjög útbreidd meðal vísindamanna og svo að segja einróma studd af eðlisfræðingum, að þekkingin sé að opna oss þann skilning á alheiminum, að hann sé ekki vélræns eðlis. Alheimurinn líkist nú meira einni stórfeldri hugsun en stórfeldri vél. And- inn virðist ekki kominn eins og af tilviljun inn í heim efnisins. Oss er tekið að gruna, að það sé andinn, sem sé bæði skaparinn og stjórnand- inn í efnisheiminum. — Hér á ég auðvitað ekki við einstaklingshugina, heldur þann anda, sem er uppspretla þeirra öreinda, sem hugir vorir eru til orðnir af. Ný þekking knýr oss til að endurskoða hinar hvatvísu álykfanir um, að oss sé varpað inn í tilveru, sem láti sig lífið engu skifta, eða sé því blátt áfram fjandsamleg. Oamla tvíhyggjan um anda og efni, sem átti aðalsökina á þessum ímyndaða fjandskap, virðist um það bil að hverfa úr sögunni, ekki fyrir það, að efnið sé að verða óáþreifanlegra eða and- inn áhrifameiri en áður, heldur fyrir hitt, að sjálft efnið leysist upp í sköpunarafl og starfsorku. Vér sjáum, að náttúran er gædd skipulags- hæfileikum, sem eru mikið í ætt við sálareigindir vor sjálfra. Enn sem komið er höfum vér að vísu ekki fundið, að hún sé gædd tilfinningum, siðferðiskend eða matshæfileikum í fagurfræðilegum efnum, en hún er búin hæfileikum til að hugsa á hagrænan hátt — hugsa stærðfræðilega getum vér sagt, af því vér höfum ekki annað betra orð til að Iýsa þessu. Vér erum ekki eins óskyldir þeim heimi, sem vér lifum í, eins og vér héldum í fyrstu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.