Eimreiðin - 01.01.1931, Síða 76
56
Á MÓTUM TVEGG]A ÁRÞÚSUNDA
EIMREIDIN
H. P. Hansen, þjóöþingis-
maöur, fulllrúi danska þingsins
á alþingisháfíðinni.
]. ]ensen Klejs, landsþingsfor-
maður, fulltrúi danska þingsins
á alþingishátíðinni.
Edw. Mitens, Iðgþingismaður,
fulltrúi Færeyinga.
urinn skollinn á um stjórnmálaflatneskj-
ur landsins eins og áður hafði geisað.
* *
*
Það^er einkennilegt, að sama árið
sem vér höldum þúsund ára afmæli al-
þingis, gerast þeir stórviðburðir á stjórn-
mála- og atvinnumálasviðinu, sem sýna
hvar íslenzka þjóðin stendur með fjár-
hag sinn, hversu hún er viðbúin þeirri
kreppu, sem hefst á árinu og enn
stendur yfir, hvar hún stendur í raun
og veru með sjálfstæði sitt. Forsjónin
lætur ekki að sér hæða. Hún sleppir
engum við reikningsskil, hvorki ein-
staklingum né þjóðum. I viðburðum
hinna merku tímamóta liðna ársins
hefur hún birt sinn dóm.
Sjaldan hefur hrikt eins ömurlega í
máttarviðum þeim, er undir þjóðríki
falla, eins og meðan Islandsbanka-
málið svonefnda var til meðferðar og
úrlausnar á síðastliðnum vetri. Þeir
atburðir, sem gerðust þá hér á landi
sem undanfari að alþingishátíðinni,
slógu óhug á hina bjartsýnu og drógu
mikið úr þeim hátíðarhug, sem var að
skapast. Viljinn, sem kom fram í þing-
inu, um að fá annan banka landsins
gerðan gjaldþrota, aðalseðlabankann
um langt skeið og þann bankann, sem
hafði æðsta embættismann ríkisins, for-
sætisráðherrann sjálfan, að formanni,
varð að lokum að lúta í lægra haldi,
eftir að tekist hafði að koma vitinu
fyrir hina veiðibráðu. Á meðan útlendir
lánardrotnar bankans bjóða fram að-
stoð sína og á meðan almenningur í