Eimreiðin - 01.01.1931, Page 88
68
ÞVZK SKÁLD
eimreiðin
það, í hlut hvorrar stefnunnar eðli hans falli, og get með góðri
samvizku snúið mér að því að rekja einn þátt hins innra sam-
hengis í verkum hans — einn þátt þroskasögu skáldsins.
Tengsl manns-
ins við umhverf-
ið1) (milieu) er
efni, sem frá
fyrstu tíð hef-
ur fangað mjög
huga Haupt-
manns. Frá »Vor
Sonnenaufgang*
(1889) og til »Die
Spitzhacke«
(1930)hefur skáld-
ið fyrst og fremst
beint athygli að
mönnum, senr svo
bundnir hafa verið
urnhverfi sínu, lífs-
kjörum, áhrifunr
annara eða sjálfri
náttúrunni, að
sjaldnast eða
aldrei hafa þeir
verið sjálfráðir
Gerhart Hauptmann. gerða sinna. Þetta
sjónarmið fæddist
þó ekki í heila Hauptmanns. Hann hefur það frá fyrstu læri-
meisturum sínum, natúralistununr í nágrannalöndunum, Zola,
Tolstoj, Ibsen og Strindberg — ásamt mörgu fleira. Áhrifa
þeirra gætir mjög í fyrstu leikritum hans, þau árin, er hann
virðist hafa gengið natúralismanum skilyrðislaust á hönd. Þá
t) Umhverfi í allra víðtækuslu merkingu: alt, sem í tíma og rúmi um
lykur og nær að hafa áhrif á menn, þar á meðal til dæmis lífskjör.