Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1931, Side 90

Eimreiðin - 01.01.1931, Side 90
70 ÞÝZK SKÁLD eimreiðin kvæði fyrir þau, einskonar vefarahvöt. — í þriðja þætti sjá menn vefarana saman safnaða í uppreisnarhug — með nýja kvæðið á vörunum. — I fjórða þætti brjótast þeir inn í hús verzlunarsfjórans, standa fyrst sem steini lostnir, er þeir sjá alla dýrðina þar, síðan brjóta þeir alt og bramla. — Siðast er mönnum sýnt inn á heimili trúaðs vefara, sem engan þátt vildi taka í uppþotinu, en varpar öllum áhyggjum upp á guð. Jafnframt eiga vefararnir í bardaga við lögregluna. I »Vefurunum« er engin hetja eða ein persóna, er beri leikinn uppi. Öll áherzla er lögð á að sýna kjör vefaranna, sívaxandi neyð þeirra. Sameiginleg neyð vefaranna gefur leikn- um alla einingu og dramatiskan kraft. Einhver hefur sagt, að neyðin sé í rauninni hetjan í leiknum. Vefararnir eru ekki annað en léttar og veikar fleytur, en hún er hin þunga, stormeflda alda, sem kastar þeim að ströndu uppreistarinnar, þar sem þeirra getur ekkert annað beðið en að brotna í spón- Lengi höfðu þeir barist við hungur og skort, orðið að bæla niður allar óskir og þrár í lífinu — unz þeir gátu ekki lengur, urðu að geta andað frjálst einu sinni, urðu að »fá loft í lungun*. Og þá fleygðu þeir sér í fangið á vonlausri uppreist. En — Gerhart Hauptmann varð það ljóst, að lífskjörin ein, sultar-staða í þjóðfélaginu, valda ekki öllu bölvi. Það er marg- þættara en svo. Oft getur þætti þess verið að rekja til sambúðar eða kynningar við óheillaríka menn, eða þeir liggja faldir í eðli einstaklinganna sjálfra. Hauptmann kann líka frá því að segja. »Fuhrmann HenscheW (1898) og »Rose Bernd* (1903) eru af mörgum talin snjöllustu leikrit natúralismans í Þýzkalandi. Hauptmann eru þar orðin töm listatökin. — Henschel er maður alkunnur að ráðvendni og dugnaði. Hjálpsamur er hann, heilráður og góðsamur. En smám saman fara óhöpp að steðja að heimili hans. Og svo kemur, að hann missir konuna. Eftir það annast vinnukonan, Hanna, ungbarn þeirra hjóna — með móðurlegri umhyggju lengi vel, meðan hún er að ná takmarki sínu: að verða seinni kona Henschels. Tauni- laus eigingirni, þar til heyrandi ósvífni og grimmúðugt kald- lyndi eru meðal annars lestir hennar. Og þeir komu allir greinilega í ljós, þegar hún var orðin eiginkona. Barn Henschels deyr, og heimilislífið verður óþolandi. Hanna kunni honum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.