Eimreiðin - 01.01.1931, Page 96
76
ÞÝZK SKÁLD
eimreiðin
í Berlín. Það er eitthvað á undan gengið, er mentaður leik-
húsgestur fleygir fæðingartöngum upp á leiksvið í miðri sýn-
ingu. Og því skyldi ekki gömlum og heiðvirðum borgurum
renna í skap, er þeir sjá skyndilega brotin fornhelg lög list-
arinnar! Venjan og nýjungin, ellin og æskan, rákust harka-
lega á — til sigurs nýju stefnunni. Og Hauptmann varð á
svipstundu nafnkunnur um alt Þýzkaland. Unga kynslóðin
stalst til þess í kenslustundunum að lesa verk hans — undir
borðunum.
Og nú, 1931. Natúralisminn og rómantíkin eru komin undir
græna torfu, og meira að segja er nýr gróður vaxinn upp á
leiði expressionismans. Það er orðið hljóðara um Gerhart
Haupmann. Að vísu yrkir hann stöðugt, og leikrit hans eru
árlega sýnd, ásamt verkum eftir Goethe og Shakespeare. Nafn
hans er nefnt með virðingu. En nú stendur stríðið um aðra
og annað, undanfarið um kvikmyndina út af sögu Remarques.
Nú sitja gömlu og ráðsettu leikhúsgestirnir með lotningu
undir sýningum verka Hauptmanns. Og yfir virðulegum
»Goethe-svip« hans hvílir friður og borgaraleg ánægja. —
Tímarnir breytast og mennirnir með.
Kristinn E. Andrésson.
Rauða danzmærin.
Eftir Thomas Coulson.
Framh. frá síðasta hefti.
Herbragð njósnara.
Það er ekki hægt að leggja sama mælikvarða á framkomu
njósnara og annara manna. Sálarlíf njósnarans er annað. Hann
má ekki Iáta tilviljun ráða í neinu, ef hann á að vera ugglaus.
Þannig verður hver hreyfing hans að vera nákvæmlega yfir-
veguð fyrirfram. Mest reynir á njósnarann, þegar hann veit,
að óvinir hans eru teknir að hafa gætur á honum. Þegar