Eimreiðin - 01.01.1931, Page 102
82
RAUÐA DANZMÆRIN
eimreiðiN
Upplýsingar þær, sem hún gaf um þýzku neðansjávarbátana,
gerðu yfirmennina í II. deild agndofa af undrun. Hér kemur
kvenmaður inn á skrifstofu þeirra og flytur þeim upplýsingar,
sem allir færustu njósnarar og leynilögreglumenn Frakklands
höfðu árangurslaust leitað að dögum og vikum saman. Væru
þær réttar, var það sönnun þess, að Mata Hari væri ná-
kunnug í herbúðum óvinanna. Þessar ómetanlegu upplýsingar
reyndust hárnákvæmar og réttar í alla staði. II. deild leit svo
á sem meira en lítið lægi við, er fórnað var tveim kafbátum
sem tálbeitu, svo takast mætti að festa traust franskra yfir-
manna á Mötu Hari.
Næsta skrefið var því að ganga úr skugga um, hvað það
væri, sem hefði rekið hana af stað út á þessa braut. Frakkar
höfðu óljósan grun um, að hún ætti að útvega einhverjar nýjar
upplýsingar fyrir Þjóðverja. Þeir höfðu komist á snoðir um
það úr bréfinu, sem hún fékk fyrir milligöngu hollenzka sendi-
herrans. Þess vegna var tryggast að láta hana sjálfa velja sér
starf, til þess að komast að raun um, hvað fyrir henni vekti.
Hún hafði stungið upp á því, að hún yrði send með fyrir-
skipanir til franskra njósnara í Belgíu, og þannig ljóstaði hún
því óafvitandi upp, sem Þjóðverjar höfðu falið henni að gera.
En höfðu ekki Frakkar svikið njósnara sína í Belgíu? Eitt
mesta áhugamál Þjóðverja var að koma í veg fyrir starfsemi
þeirra. Og Frakkar höfðu fengið Mötu Hari skrá með nöfn-
um njósnara sinna. Voru þetta ekki hrein og bein fjörráð við
veslings njósnarana í Belgíu? í fljótu bragði virtist það vera
svo, en Frakkar voru hyggnari en út leit fyrir. Að vísu var
einn þeirra njósnara, sem á skránni voru, handtekinn af Þjóð-
verjum í Briissel skömmu eftir að Mata Hari lagði af stað >
ferð sína. Þrem vikum eftir handtökuna var hann skotinn. En
nafn þessa manns var eina nafnið á listanum, sem ekki var
uppspuni, og það hafði verið sett á hann af ásettu ráði, því
njósnarinn var svikari, sem hafði þjónað tveim herrum og
reynst hvorugum trúr. Þar sem hann var bak við herlínu
Þjóðverja, gátu Frakkar ekki náð til að refsa honum. En með
því að gefa Þjóðverjum til kynna framferði hans, losnuðu
Frakkar við hann fyrirhafnarlaust. Aftakan var framkvæmd
með þeirri samvizkusemi, að báðir aðilarnir, Þjóðverjar og