Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1931, Page 102

Eimreiðin - 01.01.1931, Page 102
82 RAUÐA DANZMÆRIN eimreiðiN Upplýsingar þær, sem hún gaf um þýzku neðansjávarbátana, gerðu yfirmennina í II. deild agndofa af undrun. Hér kemur kvenmaður inn á skrifstofu þeirra og flytur þeim upplýsingar, sem allir færustu njósnarar og leynilögreglumenn Frakklands höfðu árangurslaust leitað að dögum og vikum saman. Væru þær réttar, var það sönnun þess, að Mata Hari væri ná- kunnug í herbúðum óvinanna. Þessar ómetanlegu upplýsingar reyndust hárnákvæmar og réttar í alla staði. II. deild leit svo á sem meira en lítið lægi við, er fórnað var tveim kafbátum sem tálbeitu, svo takast mætti að festa traust franskra yfir- manna á Mötu Hari. Næsta skrefið var því að ganga úr skugga um, hvað það væri, sem hefði rekið hana af stað út á þessa braut. Frakkar höfðu óljósan grun um, að hún ætti að útvega einhverjar nýjar upplýsingar fyrir Þjóðverja. Þeir höfðu komist á snoðir um það úr bréfinu, sem hún fékk fyrir milligöngu hollenzka sendi- herrans. Þess vegna var tryggast að láta hana sjálfa velja sér starf, til þess að komast að raun um, hvað fyrir henni vekti. Hún hafði stungið upp á því, að hún yrði send með fyrir- skipanir til franskra njósnara í Belgíu, og þannig ljóstaði hún því óafvitandi upp, sem Þjóðverjar höfðu falið henni að gera. En höfðu ekki Frakkar svikið njósnara sína í Belgíu? Eitt mesta áhugamál Þjóðverja var að koma í veg fyrir starfsemi þeirra. Og Frakkar höfðu fengið Mötu Hari skrá með nöfn- um njósnara sinna. Voru þetta ekki hrein og bein fjörráð við veslings njósnarana í Belgíu? í fljótu bragði virtist það vera svo, en Frakkar voru hyggnari en út leit fyrir. Að vísu var einn þeirra njósnara, sem á skránni voru, handtekinn af Þjóð- verjum í Briissel skömmu eftir að Mata Hari lagði af stað > ferð sína. Þrem vikum eftir handtökuna var hann skotinn. En nafn þessa manns var eina nafnið á listanum, sem ekki var uppspuni, og það hafði verið sett á hann af ásettu ráði, því njósnarinn var svikari, sem hafði þjónað tveim herrum og reynst hvorugum trúr. Þar sem hann var bak við herlínu Þjóðverja, gátu Frakkar ekki náð til að refsa honum. En með því að gefa Þjóðverjum til kynna framferði hans, losnuðu Frakkar við hann fyrirhafnarlaust. Aftakan var framkvæmd með þeirri samvizkusemi, að báðir aðilarnir, Þjóðverjar og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.