Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1931, Síða 112

Eimreiðin - 01.01.1931, Síða 112
92 MÆRIN FRÁ ORLEANS EIMREIÐlM frið og fullsælu himnaríkis, ef' þeir gæfu kirkjunni gjafir fyrir sálu sinni. Á miðöldum var lítið af gulli og öðrum góðmálm- um hér í álfu, menn höfðu lítið annað að gefa kirkjunni en jarðeignir. Þetta var tízka, og sú tízka hélst um allar mið- aldir. Á þennan hátt varð kirkjan mjög auðug, og það því meir sem hún hafði engum sköttum né skyldum að gegna til ríkisvaldsins. Og eins og hún hafði vald yfir andlegu lífi og störfum manna, sem eini vegur til frelsunar og farsældar í öðru lífi, þá krafðist hún, að sér yrði fengið vald yfir verald- legum efnum þegna sinna. Aldrei hefur nokkur stofnun verið voldugri í þessari veröld en hin heilaga kaþólska miðalda- kirkja. — Ekkert var eins hættulegt sem það að brjóta hennar boð og bann. Þá var mönnum vægðarlaust varpað á bálið og þeir brendir fyrir villutrú. Það stoðaði ekkert, þótt þeir hefðu áður lifað eins og dýrðlingar. Ef þessi hættulega ákæra var á þá borin, var öll von fyrir þá úti. Altaf voru andstæðurnar, konungs- og kirkjuvaldið, að rekast á, og þegar konungs- valdið fer að fá þýðingu fyrir þjóðirnar, sjáum við, að kirkjan kemur því fram, að enginn væri réttnefndur konungur, nema sá sem kirkjan hafði krýnt og smurt hinni helgu olíu. Þannig vildi hún beina hugum manna að því, hver það væri, sem væri æðsta, bezta og voldugasta stofnunin í þessum syndum hlaðna heimi. — Frakkland fékk að finna smjörþefinn af þessu. Kirkjan sá sér engan hag í því að styrkja til valda gömlu frönsku konungsættina. Karl konungur hinn 6. hafði verið geðveikur næstum öll sín ríkisstjórnarár, og eftirmaður hans^ Karl 7., var léttúðugur og dáðlaus maður, er lét sig litlu skifta um landið sitt, í þeirri afskaplegu óreiðu sem það var komið í. Honum var orðið sama um alt. Kirkjan sá, að ekk- ert var svívirðilegra en maður, sem lætur sér standa á sama um alt. Hún styrkti hann því ekki. En nú skulum vér líta yfir til Englands. — Ensku konung- unum fanst landrými sitt lítið, æfintýraþrá þeirra og valdagirni teygði þá yfir á meginlandið. Þeir höfðu góðan her, höfðu kostað kapps um að gera hann sem beztan úr garði, og engu til sparað. Nú vildu þeir sjá einhvern árangur af þessu starfi sínu. Eigingirni þeirra krafðist einhvers í aðra hönd. Þeim varð litið yfir á meginlandið. Þá var ekki nema eðlilegt, að þeir kæmu fyrst auga á Frakkland. Þar voru dáðlitlir kon- ungar, sem áttu í sífeldum erjum við uppivöðslusama stór- bokka. Frakkland er frjósamt land, það sáu ensku konung- arnir. Þegar þeir höfðu lagt það undir sig, voru þeir orðnir konungar í voldugasta ríki heimsins. Þeir hófu því tilkall til ríkis á Frakklandi, sem afkomendur Vilhjálms bastarðar, blésu íil brottfarar, fóru yfir sundið og herjuðu landið. Þeim gekk
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.