Eimreiðin - 01.01.1931, Blaðsíða 120
100
MÆRIN FRÁ ORLEANS
EIMREIÐIN
önnur aðferð til þess að láta menn játa sekt sína. Það var
farið eftir þeim lögmálum, að betra væri, að tíu saklausir væru
brendir, heldur en einn sekur slyppi. Píslartæki þeirra tíma
sýna, með hvað mikilli grimd menn voru meðhöndlaðir. Hún
átti á hættu að verða pínd og kvalin. En altaf var hún hin
sama og lét ekki undan. Svo leið að páskum. Eins,og menn
vita, eru páskarnir ein af dýrðlegustu hátíðum ársins. I kaþólsk-
um löndum eru þeir haldnir hátíðlegir með miklu viðhafnar-
meiri og margbreyttari helgisiðum heldur en hér hjá oss.
Jeanne heyrir klukknahljóminn í Rouen berast þýðlega inn í
fangelsið, lífið og lífslöngunin kallar á hana. En hún getur
ekki komið út, nema því aðeins að hún klóri undir nokkur
kyndug strik á skjali, sem klerkarnir höfðu útbúið handa henni.
Ekkert skildi hún af því, vegna þess að hún kunni hvorki að
lesa né skrifa. En hún hélt, að ef hún setti merki sitt undir,
fengi hún kannske að fara út undir bert loft eða fengi frelsi.
Hún lét bugast, þegar allir höfðu yfirgefið hana. Ef til vill
var það ekki undarlegt, hún var aðeins ung og veikbygð
stúlka. En þegar hún komst að raun um, að þessi játning
hennar leysti hana aðeins frá dauða, en ekki úr fangelsi, þá
tekur hún orð sín aftur, þrátt fyrir það þó hún sjái, að henni
mundi verða varpað vægðarlaust á báhð. Nú er samið nýtt
ákæruskjal á hendur henni, þar sem hún meðal annars er
ákærð fyrir að hafa tekið á móti opinberunum beint frá guði,
en ekki fyrir milligöngu hinnar heilögu kaþólsku kirkju. Hegn-
ingin var: brend á báli. 30. maí 1431, rúmum tveim árum
eftir innreið hennar í Oileans, var hún flutt fram á ráðhús-
torgið í Rouen, til þess að verða brend. Hún var leidd á
bálköstinn. Alt í krinq stóðu raðir af dómurum og klerkum,
klæddum pelli og puipura. Lengra frá voru hermenn, þá loks
borgarlýðurinn grár og þögull. Bálið tók að loga, menn heyrðu
hana hrópa: »Guð minn! Guð minn! Nú veit ég, að raddir
mínar voru frá þér«. Það síðasta, sem menn heyrðu til hennar,
var: »Jesús«. Eldurinn brennur, reykjarmekkirnir hylja hana,
eftir stutta stund er hún horfin augum mannfjöldans. Mærin
frá Orleans er ekki lengur á meðal vor! Til þess að afmá öll
spor hennar héðan úr heimi, var ösku hennar varpað á sæ
út. Svo langt gekk ósvífnin, að franska stúlkan, sem bjargaði
landi sínu undan kúgunarvaldi erlendrar þjóðar, var dæmd og
brend eftir skipun franskra dómstóla. Mun skömm þeirra uppi,
meðan heimur stendur. En ástmegir guðanna deyja í blóma
lífsins, stendur einhversstaðar. Og konungurinn, sem átti vald
sitt og vegsemd að þakka þessari ungu stúlku, — hann gerir
ekkert til þess að leysa hana úr höndum morðvarganna. -y-
Það hefur verið sagt um Jeanne d'Arc, að hún hafi verið