Eimreiðin - 01.04.1932, Qupperneq 69
EiMREIÐIN
TRÚIN Á MANNINN
189
Unnar, þá kemur fornmentastefnan eins og hressandi andvari
'nn í hið guðrækilega molluloft. Hún þróaðist einkum meðal
^ærðra manna á 15. og 16. öld og varð meðal annars til þess
hrinda siðbót Lúthers af stað. Spaugsamir menn hafa
^omist þannig að orði, að meginfrömuður fornmentastefn-
Unnar, Desiderius Erasmus frá Rotterdam, hafi >verpt því
e99i, sem Lúther hafi ungað út«. Með öðrum orðum, að með
kví að beina huga manna að fornritunum, þá hafi athygli
manna einnig farið að beinast að sjálfum frumritum kristn-
mnar, en um Ieið hafi verið fundinn höggstaður á ýmsum
bábiljum kaþólsku kirkjunnar. Þrátt fyrir þetta voru þessir
nienn aldrei neinir vinir, né Erasmus nokkur sérstakur fylgis-
maður Lúthers, heldur hélt hann alla sína kaþólsku í orði
kveðnu, enda þótt hann megi fremur teljast þyrnir í holdi
^eirrar kirkju.
Húmanismi endurfæðingartímabilsins á Ítalíu var á yfir-
borðinu bókmentastefna, sem braut í bág við alt hefðarvald
^■fhjuagans og lénsvaldsins og leitaði sér svölunar í frjálsum
^ngsunum hinna forngrísku og latnesku spekinga. Vmsir ágæt-
Ustn menn þessarar stefnu, eins og t. d. uppeldisfræðingurinn
^ittorino da Feltre, Lorenzo Valla, Pomponazzi og Machia-
velli, ef telja má hann í þeirra hópi, voru ákaflega lærðir í
fornum fræðum og sneru mörgum ritum grísku spekinganna
a tatínu. En stefna þessi var þó annað og meira í insta eðli
Slnu en aðdáun á bókmentum fornaldarinnar. Hún var
einnig aðdáun á lífsskoðunum Grikkja. Hún varð blátt
nfram að andæfingarstefnu gegn hinum ríkjandi trúarbrögðum.
^9 smámsaman tók merking hugtaksins að víkka og fór að
beinast meir ákveðið að umhugsuninni um velferð hins mann-
le9a lifs, andstætt þeirri áherzlu, sem miðaldirnar lögðu á hið
Vfirnáttúrlega líf, á kraftaverk og hið komandi líf.
A sextándu og seytjándu öld breiðist þessi stefna út um
t^vrópu til Frakklands, Spánar, Englands og Þýzkalands og
verða þá ýmsar gagngerðar breytingar á hugsunarhætti vest-
rænna þjóða og þekkingu. Nýjar sjóleiðir finnast. Hugmyndir
nianna um alheiminn taka víðtækum stakkaskiftum. Hin nýja
Pekking gerir menn móttækilegri fyrir öllum skoðunum, sem
r)óta í bág við kaþólsku kirkjuna, enda má svo heita, að