Eimreiðin - 01.04.1932, Síða 70
190
TRÚIN Á MANNINN
EIMREIÐIN
alfræðingar og upplýsingarmenn 18. aldarinnar, f. d. Diderot
og samverkamenn hans, taki við af ítölsku húmanistunum, °S
sömuleiðis Condorset, sem var uppi skömmu seinna, einn hinn
merkilegasti heimspekingur þeirra tíma og hlaut bana í óveðri
frönsku stjórnarbyltingarinnar. Hann hélt því fram, að öll vis-
indaleg rannsókn skyldi fyrst og fremst beinast að mann-
legum efnum og leita umbóta á mannlegum kjörum. Bemn
afkomandi hans í skoðunum var August Comte. Positíviswi
hans var í raun réttri hreinn húmanismi, la religion de l’hu~
manité, einskonar tilbeiðsla á manneðlinu, sem sprottin var
af þeirri sannfæringu, að mannkynið væri miklu betur farið
með því að sleppa allri þjónustu við yfirnáttúrlega guðdówar
sem það vissi ekkert um, og aðeins orsökuðu trúarríg °S
flokkadrætti, en menn færu í þess stað að leggja rækf við
að þjóna hver öðrum með vísindalegri alúð.
Ut frá þessum hugsanastraumum ásamt pragmatisma Will>aI11
]ames og húmanisma F. C. Schillers, háskólakennara í Oxford,
er síðan runninn hinn trúarlegi húmanismi nútímans. Hann
gerir manninn að miðpunkti alheimsins og miðar alla hluti
við hann. Hann finnur upptök allra guðshugmynda í mann-
inum sjálfum, og sér í þeim ekkert annað en öfl hins innra
lífs, sem manninum geta vissulega orðið til blessunar
siðferðilegrar endurlausnar. En einkum og um fram alt V>'1
húmanisminn leiða athygli mannanna að þeim mætti, sem
með þeim sjálfum þróast, þeim mætti, sem skapar og franl'
kvæmir, mótar menningu hvers tímabils, temur náttúruöfl>n
og er fær um að taka sín eigin örlögsímu í sínar hendur-
Húmanisminn horfir eftirvæntingaraugum til þeirra tíma, þegar
mannlegt líf færist í ásmegin þekkingarinnar, þegar náttúru-
öflin verða auðsveipir þjónar mannlegrar velferðar. ÞeSSI
húmanismi hefur verið að þróast alt frá dögum Francis Bacon
og fram til vorra daga, og alt af hefur verið að vaxa skiln-
ingur manna á því, hversu nauðsynlegt það er, að vísindin
fullkomnist í því efni að þjóna lífinu, en kúga það hvergi-
Á dögum Francis Bacon var þetta aðeins draumur. Nú er
það nauðsyn, ef vegsemd mannlegs lífs á ekki að verða fót'
um troðin.