Eimreiðin - 01.04.1932, Qupperneq 109
EiMREIÐIN
KREUTZER-SÓNATAN
229
Var sem einhver púki hvíslaði í eyra mér: »Já, skældu nú
°S vældu og láttu þau sleppa úr greipum þér. Þú færð þá
en9ar sannanirnar, og efinn heldur áfram að kvelja þig eins
®9 áður!« Samstundis var öll viðkvæmni horfin, og ég fyltist
^Ögnuði, tryltum fögnuði yfir því, að nú væri þjáningum mín-
Uln senn lokið, að nú gæti ég refsað henni, losað mig við
hana, gefið hatri mínu Iausan tauminn! Ég gerði það líka.
Eg varð eins og villidýr, já, meira að segja eins og grimt,
blóðþyrst og lævíst villidýr.
»Nei, nei, hægan, hægan!« sagði ég við Jegor, sem gerði
s*9 líklegan til að fara inn í salinn og tilkynna komu mína.
'Flýttu þér heldur að útvega vagn, og farðu svo eftir
^rangri mínum út á brautarstöðina. Hér er kvittunin. Og
farðu svo!«
Jegor hvarf inn ganginn til þess að ná sér í yfirfrakka, og
M að koma í veg fyrir að þau yrðu hans vör, fór ég á eftir
honum að dyrunum á herbergi hans og beið þar eftir hon-
Uln, þangað til hann var kominn í yfirfrakkann. Milli salsins
°9 gangsins voru nokkur herbergi, en samt heyrði ég greini-
*ega innan úr salnum klið af samræðum og glamur í diskum
°9 hnífum. »Þau eru þá að matast og hafa ekki heyrt, þegar
e9 hringdi. Bara að þau rekist nú ekki hingað fram!« hugs-
aði ég. Jegor var nú kominn í frakkann og lagði þegar af
stað. Ég læsti dyrunum á eftir honum.
Ég var nú einn eftir, og það fór hrollur um mig við til-
^Ugsunina um, að nú yrði að láta til skarar skríða. En
hvernig? Ég vissi það ekki enn, þó að ég væri mér þess
meðvitandi, að nú væri úti um alt, að nú væri ekki nokkur
Snefill eftir af efa um, að hún væri sek, og að nú bæri mér
ke9ar í stað að refsa henni fyrir svikin og segja skilið við
^ana fyrir fult og alt. Áður hafði ég verið á báðum áttum.
Ég hafði hugsað sem svo: »Ef til vill er það ekki satt. Ef
W vill skjátlast mér«. En nú var allur efi horfinn. Hér eftir
ekki komið til mála að snúa við. Það var deginum ljósara.
^ún situr hér alein með honum um hánótt í fjarveru minni.
^ún býður öllu velsæmi byrginn! Ekki bætir það úr skák, ef
kessi dirfska og ósvífni á að vera til þess gerð að villa öðr-
Utn sýn og koma í veg fyrir grun um afbrotið, eða svo sem