Eimreiðin - 01.07.1938, Page 15
E'MREIÐIN
VIÐ ÞJÓÐVEGINN
247
^ urnargrafir var byrjað að grafa í görðuni Lundúna og þær 40
ln'ljónir af gasgrímum, sem tilbúnar voru til afnota, teknar
l*'ani og fólk æft í að fara með gasgrímur. Ráðstafanir voru
Serðar til að hægt væri að flytja yfir % miljón barna úr Lon-
don og út í sveit án tafar, ef á Jiyrfti að halda, og ýmsar fleiri
varúðarráðstafanir voru í undirbúningi. Rúmenska herstjórnin
hafði fengið heimild til að taka yfirráð allra iðnfyrirtækja í
landinu í sínar hendur fyrirvaralaust. Svissneski herinn var
reiðubúinn, einnig landherir Belgiu, Hollands og Ungverja-
lands. Á Norðurlöndum voru gerðar ýmsar ráðstafanir til
varnar, og norskir sjóliðsmenn, sem höfðu átt að fá heimfarar-
Ieyfi, fengu skipun um að vera áfram i herþjónustu fyrst um
Slnn. I öðrum löndum álfunnar var ástandið svipað.
^feðal hinna fjölbreyttu og marglitu minninga frá þessum
^ ’ðburðaríku dögum í höfuðborg Bretlands er ein, sem andar
fl‘iði og hvíld yfir hið æsta haf mannlegra ástríðna og mann-
*egs ófullkomleika. Þessi minning er frá gröf ókunna her-
ninnnsins i Westminster Abliey, hinu veglega guðshúsi gegnt
þinghúsbyggingu Breta. Westminster Abbey
^ ið gröf ókunna er heill heimur út af fyrir sig, sem geymir
hermannsins. ómetanleg listaverk frá ýmsum timum og
er hvildarstaður ýmsra frægustu manna
niannkynssögunnar. Elsti hluti kirkjunnar er talinn að vera
fl-á 10. öld e. Kr., en síðan hefur hún tekið miklum stakka-
skiftum. Á árunum 1245 til 1272 er austurhluti hennar bygður,
nyjar breytingar og viðbyggingar eru gerðar á 14., 15. og 16.
°hl 0g um 1740 er hún fullgerð eins og hún er nú. Þarna hafa
konungar Breta verið krýndir um margar aldir og ótal sögu-
Iegar menjar eru tengdar við þessa frægu byggingu. í einum
kórnum er gröf ókunna hermannsins, afmarkaður reitur á
nhðju gólfi kórsins, en þar undir hvíla jarðneskar leifar ó-
hl>nns hermanns, sem grafinn var þarna vopnahlésdaginn 11.
aóveniber 1920 í viðurvist konungs, ráðuneytisins og fjölda
annara, sem tákn og minning allra þeirra mörgu, sem féllu í
°friðinum 1914—1918. Fimtudaginn 15. sept. var þessi hluti
kirkjunnar opnaður þeim, sem óskuðu að taka þátt í því starfi
að biðja um að friður mætti haldast og styrjöld yrði afstýrt.
°8 eftir það var sífeldur straumur fólks allan sólarhringinn að