Eimreiðin - 01.07.1938, Síða 32
264
ULLARMÁLIÐ
eimbeiðin
ullina fyrir, væri fult verð. Eða það verð, sem eigendurnn
hefðu getað selt hana fyrir, ef stjórnin hefði ekki tekið hana
eignarnámi til handa Bandamönnum, vegna þjóðarnauðsynjar.
Var bent á það, að ef lagaákvæði gætu dregið úr verði vöru
eða eignar, væru ákvæði stjórnarskrárinnar um fult verð þýð'
ingarlaus og veitti ekki borgurunum þá vernd, sem til ',serl
ætlast.
Nefndin hélt tvo fundi um málið, og er hún hafði athugað
það rækilega, mat hún ullina í samræmi við það verð, sein
stjórnin hafði sett í reglugerðinni frá 31. maí, en það verð hafði
aftur verið sett í samræmi við verðlagsákvæði samningsins tia
23. maí. Var verðið því fyrir 1. og 3. flokks ull kr. 4,00, 2. fl-
ull kr. 3,69 og 4. fl. ull kr. 2,86 fyrir tvipundið.
í nóvember 1918 dóu þeir Jón próf. Kristjánsson og Þorstemn
Júlíus Sveinsson úr spönsku veikinni. Tilnefndi þá landsytn'
rétturinn og ríkisstjórnin þá Lárus H. Bjarnason og Hannes
Hafliðason, forseta Fiskifélagsins, í staðinn. Þess vegna urðu
það raunverulega tvær nefndir, sem mátu ullina, en niðurstaða
hinnar nýju nefndar varð sú sama og hinnar fyrri, að gang'
verð væri það verð, sem hægt væri að selja ullina fyrir, þega1
hún væri tekin eignarnámi, og að ekk.i væri hægt að ineta Þa
möguleika, sem ullareigendur kynnu áð hafa til að fá haerra
verð með því að gevma ullina, sem nokkurs virði.
Var síðan gengið í það að taka ullina eignarnámi. Reyndist
þá viðast svo, að vörzlumenn ullarinnar vissu ekki hverju
voru eigendur hennar. Einstaka menn héldu að Bloch & Behrens
i Kaupmannahöfn ættu ullina ennþá, en fæstir höfðu nokkra
hugmynd um hverjir mundu eiga hana. Var bvrjað að taka
ullina eignarnámi 29. júlí 1918, en því ekki lokið fyrr en 1. ap1^
1919. Fyrst var tekið það sem nærtækast var, og var sú nll
flutt út fljótlega eftir að ríkisstjórnin hafði tekið við henni, en
þann 2. júlí 1919 samþykti Bretastjórn, að íslenzka stjórnin
gæti fengið umráðarétt yfir þeirri ull, sem enn lægi á íslandn
og var hún flutt út og seld í Kaupmannahöfn. Var verðið þal
mjög hátt, og munaði það svo miklu, að á alla ullina kom vei ð
uppbót, sem nam 15% viðbót við upprunalegt matsverð.
Svíar gera kröfu til verðuppbótar upp á yfir miljón krónur-
Um leið og ríkisstjórnin var innsett sem eigandi að hverjum