Eimreiðin - 01.07.1938, Qupperneq 36
268
ULLARMÁLIÐ
EIMREIÐIN
svo réttmætar, að hún gerði málið að sínu máli og sótti á ís-
lenzku stjórnina uni skaðabætur af allmiklu kappi, svo sem
hún hefði málið í hendi sér og væri ein dómbær um hvað rétt
væri og sanngjarnt.
Leitaði því íslenzka stjórnin álits þjóðaréttarfræðingsins
dr. Ræstad, fyrrverandi utanríkismálaráðherra Noregs, um þa®
hvort nauðsvn bæri til að leggja málið í gerð. Hann kvað þa®
kurteisisskyldu, úr því sænska stjórnin hefði tekið málið að
sér. Væri þá líklegt að hún mundi ekki vilja hlíta dómi hins
unga islenzka hæstaréttar, en skjóta dómi hans til alþjóðadóm-
stólsins í Haag, og væri þá eins rétt að gera það fyrr sein síðar.
Sáttanefnd skipuð. Tilnefndi íslenzka stjórnin þá sendiherra
Svein Björnsson til að taka sér sæti í sáttanefndinni. Sænska
stjórnin tilnefndi A. Koersner, hæstaréttardómara, en norska
stjórnin tilnefndi sem oddamann E. Alten, hæstaréttardóinara.
Málið var flutt skriflega. Hafði Sveinn Björnsson undirbúið
yfirlit um málið frá sjónarmiði íslendinga, en er Svíar lögðu
fram sókn frá málafærslumanni í Gautaborg, sem F. Holm-
gren hét, i september 1927, þótti viðkunnanlegast að málið
væri einnig flutt af málafærslumanni frá hálfu islenzku stjórn-
arinnar, og tók Lárus Fjeldsted, hæstaréttarmálafærslumaður,
málið að sér. Lagði hann fram vörn, sem mun hafa verið bvgð
á yfirliti Sveins Björnssonar, og er hún merkilegt plagg. ^
síður vélritaðar í tvíhlöðungsbroti, en auk þess fylgiskjöl, er
nema 137 síðum.
Er málflutningurinn allur íslandi til mikils sóma og um
leið sönnun þess, að hin bezta vörn, í málum sem þessu, er að
safna sem nákvæmustum og fullkomnustum gögnum fyrir mál-
stað sínum. Hitt er auðvitað bæði fljótlegra og skemtilegra að
benda á veik rök i sókn andstæðingsins, en að þetta stórkost-
lega mál fór svo vel fyrir ísland hvgg ég megi þakka fyrst og
fremst þeirri óhemju vinnu, sem þeir Sveinn Björnsson
Lárus Fjeldsted lögðu í að safna að sér öllum þeim staðrevnd-
um, sem að gagni mættu koma, og eins þeirri samvizkuseim
og þolinmæði sem þurfti til þess að vinna úr þessu mikla efm
og fella hvað við annað, svo að niðurstaðan yrði fullkomion
sýknudómur þrátt fyrir upphaflegt álit lögfræðinga sænska
utanríkismálaráðuneytisins.