Eimreiðin - 01.07.1938, Qupperneq 49
EIMREIDIN
ÞEGAR SKYLDAN BÝÐUR
281
asunum var þverbrotinn. í skyndi losaði hann hjólið, og þeg-
ar hann bar það upp að ljósinu, sá hann að brestur hafði verið
1 asnum — líklega smíðagalli. En þegar sá dagur rann upp, að
slitið hafði náð brestinum, hlaut ásinn að detta í sundur. Það
var auðskilið. — Og hér stóð Eyþór vitavörður alveg ráðþrota.
Ekki gat hann gert við þetta.
Hann stóð lengi og velti þessu fyrir sér. Síðan fór hann ofan
1 klefa á næsta lofti fyrir neðan, fékk sér blað og blýant og fór
að skrifa:
»Kl. 7,10 f. h. 11. janúar veitti ég því athygli, að vitinn hafði
stöðvast. A að gizka einni stund áður var hann í gangi.“ Síðan
kom lýsing á biluninni. Þegar heim kom, þurfti hann svo að
færa þetta inn í dagbók vitans. Auk þess bar honum að senda
samstundis skýrslu til vitamálastjórnarinnar í Reykjavík og
siniskeyti þess efnis, að vitinn logaði ekki. En hvernig átti hann
a® ná í símann? Næsta símstöð var inn í Straumfirði, og þang-
a® var ófært. Þetta var í meðvitund hans eitt af því ómögu-
le§a> enn sem komið var.
Þegar skriftunum var lokið, tók vitavörðurinn lampann, sem
^°gað hafði á um nóttina, og hreinsaði hann. Síðan þurkaði
hann alt og fágaði uppi i Ijósklefanum, hvern blett, hvern
'atnsdropa eða olíulögg, þangað til alt var orðið hreint og þurt.
Þetta var meðal hans daglegu starfa. Að þessu sinni var
eins og eitthvað annarlegt, næstum óhugnaðarkent væri þeim
samfara. Hvernig á því stóð vissi hann ekki. Ef til vill hefur
Það aðeins verið af því, að vitinn átti að vera í gangi að réttu
la§i ■— og loga. Þetta voru störf, sem undanfarin 12 ár höfðu
hlheyrt deginum, en ekki nóttunni.
Þegar Eyþór kom út og lagði af stað heimleiðis, var mikið
farig að birta, en það var kuldalegt og svipþungt landslag,
Sem dagurinn lýsti yfir, og æði hrikalegt útsýnið til hafsins.
Krimið öskraði og hamaðist hvítfyssandi \dð ströndina og
klindskerin úti fyrir, og úfinn kólgubakkinn virtist hanga nið-
Ur yfir sjóinn lengra úti. Upp af vitanum hóf sig hömrótt fjalls-
^ihðin og sá inn eftir henni, inn í dalbotninn, en þar rís ann-
fjall, þverbratt og hömrótt og lokar honum. Hinu megin
halsins er einnig fjall með ófærum hengiflugum. Niður og
^ram af því horni þess, sem snýr að vitanum, stendur bær-