Eimreiðin - 01.07.1938, Síða 55
E'.mheiðin
ÞEGAR SKYLDAN BÝÐUR
287
lmð var einmitt af snjónum þar uppi, sem honum var mest
ha*tta búin. Áður en varði gat losnað lítil hengja einhvers-
staðar uppi í flugunum, hrunið niður eitthvert gilið, rifið með
Ser meiri og meiri snjó, þangað tii orðin væri heil skriða, sem
geistist áfram á rjúkandi ferð, hafnaði að lokum í snjó niðri
°g skildi eftir djúpar dyngjur og snjóhröngl í gilbotninum.
Ófærðin milli giljanna var víðast milli hnés og kálfa. Þar
Var ekkert að óttast, og hélt hann þar hiklaust áfram. Víða
v°ru samt dýpri skaflar, og stærðar hengjur í giljabörmunum
að utanverðu. Yfir þau reyndi hann að rekja sig eftir snjó-
htlum melahryggjum, sem sumstaðar lágu út í þau, annars
ar hann niður af hengjunum i giljabörmunum þar sem þær
'U'tust vera lægstar og snjóminstar. í hvert sinn er hann fór
frani af hengju niður í gil, var honum innanbrjósts eins og
hann gengi á veikum ís með gínandi hvldýpi undir fótum.
Áltaf bjóst hann við að fá hengjurnar ofan yfir sig, eða að
SnJÓflóðið kæmi brunandi ofan úr fjallinu og rifi hann með sér.
En ferðin gekk slysalaust inn yfir skriðurnar. Þegar insta
Sdinu slepti, varpaði hann öndinni léttilega, hvíldi sig litla
hríð og hélt svo rólegur áfram leiðar sinnar.
Ekki var ófærðin minni inni á fjarðarströndinni, og áður en
^arði var farið að snjóa. Litlu eftir hádegi náði hann beitar-
húsunum frá Tjaldanesi og var þá bæði orðinn blautur og
hreyttur. Hann hitti svo á, að ísak hafði lokið gegningum þann
daginn og var í þann veginn að fara heim. Með honum var son-
Ur hans á tvitugsaldri.
Þú stríðir i ströngu, Eyþór sæll, sagði ísak. — Ekki hefði
eS viljað láta segja mér að fara yfir Hólaskriður núna. En þú
hernur heldur ekki erindisleysu. Hingað komu boð frá syni
hínurn um, að hann sæti í sóma og yfirlæti norður á Djúpa-
Ei'ði. Ég hef ekki treyst mér enn að koma þeim lengra.
Það var engin von, sagði Eyþór. — Og þetta voru góðar
E'éttir. Síðan bar hann upp erindið, og samstundis sendi ísak
Sori sinn af stað með skejdið, lagði honum lífsreglurnar um
^erðalagið og skipaði honum að létta ekki fyrr en hann kæmist
a akvörðunarstað. Hinir fóru inn í hlöðuna og lögðust í hey-
binS á gólfinu.
~ í’ú hefur gott af að hvíla þig, agnar ögn, sagði ísak.