Eimreiðin - 01.07.1938, Síða 56
ÞEGAR SIÍYLDAN BÝÐUR
EIMBEiðií<
288
Eyþór naut hvildarinnar uin stund. Bráðlega sótti svefn a
hann og þegar hann reis upp aftur var hann stirður í fyrstu
og hrollur í honum. ísak fylgdi honum orðalaust á leið, gekk
á undan, en Eyþór þræddi slóðina. Snjókoma var orðin mikil
og hægur vindur á móti. Slóð hans frá fyrri hluta dagsins hvarf
smám saman með öllu. Útsýni var ekkert, og snjómökkurinn
þyrlaðist umhverfis þá.
Þeir þrömmuðu áfram og yrtu lítið hvor á annan. Eyþór var
þakklátur nágranna sínum fyrir fylgdina. A melbarði einu
langt úti á ströndinni staðnæmdist ísak í skjóli við storan
stein.
— Jæja, Eyþór. Þá held ég maður snúi nú við, sagði hann-
— Já, þú ert nú búirin að gera vel, svaraði Eyþór.
— Það er að falla út núna, sagði ísak. Þegar þú kemur i
skriðurnar verður nálægt háfjöru. Gömlu mennirnir sögðu að
þá væri minni hætta á snjóflóði. Líka hef ég heyrt, að stund-
um dygði að hóa eða kalla áður en menn færu yfir hættuleg
gil, hljóðbylgjan væri nóg til að koma hengjunum af stað.
Þetta hvorttveggja hafði Eyþór heyrt.
— Það er lífshætta að leggja í skriðurnar núna, hélt ísak
áfram. — Og ég hefði reynt að letja þig þessarar ferðar, ef
hetur hefði staðið á heima hjá þér. Eins og á stendur verður
Jieim mun hættulegra fyrir J)á, sem þar eru, sem þú ert hlífn-
ari sjálfum þér, en ég þekki þig svo, að ég veit, að Jiað er Þer
fjær skapi. En þegar fært verður, ætla ég að létta mér upp °°
koma út að Hólavik. Og vertu nú sæll.
Síðan skildu þeir og héldu í sína áttina hvor. Eyþór átti yfrr
dalverpi að sækja. Ófærðin var Jiar með meira móti, og fann
hann nú bezt hver léttir honum hafði verið að þræða slóð ísaks-
Þegar hann kom að skriðunum, var orðið meira en hálfrokkið-
Hann staðnæmdist á innri barmi insta gilsins og horfði yf'r
um. Framundan honum var djúp fönn í gilbarminum, en hinum
megin stór, slútandi hengja, sem vindurinn skóf snjóiun
framyfir og sýndist hún ennþá ferlegri sökum snjómuggunn
ar og rökkursins. Hvergi sá hann móta fvrir slóð sinni fra
morgninum. — Hann lagði við hlustirnar. Ekkert heyrðisí-
nema hægur niður stormsins, þyturinn í snjókófinu og álengd
ar dunur brimsins niðri við sjávarklettana, en Jiangað sást ekki