Eimreiðin - 01.07.1938, Síða 60
292
ÞEGAR SKYLDAN BÝÐUR
eimreiðis'
norður í Djúpafirði, sagði Eyþór og fór að verka af sér snj°'
inn. Húsfreyjan stóð og lýsti honum.
— Guði sé lof, sagði hún.
Svo var eins og hún færi að velta einhverju fyrir sér, sem
hún væri að hugsa um að segja, en hætti við, en Eyþór þóttist
vita, að það væri eitthvað á þessa leið: — Það er gott, að ferðin
var ekki alveg óþörf, og ætli þú getir nú sofið rólegur fyrir
þessum vita? Hann fann með sjálfum sér, að nú gat hann verið
alveg rólegur. Nú gat enginn krafist þess, að hann legði meira
í sölurnar en búið var, ekki einu sinni hans eigin innri rödth
eða hvað það nú var, sem komið hafði honum til að fara þessa
ferð. Enda var hann óhræddur um það nú, að ilt hlyti að ger'
ast, þó að ekki væri Ijós á vitanum.
Fyrir innan.
Fyrir innan sá ég andlit
svo undurfrítt og bjart,
að blóðið aldrei áður
í æðum þaut svo hart.
Þar augna voru eldar
sem eðalsteina glans,
og þétt að hvítum hálsi
féll hrannalokka fans.
Fyrir innan sá ég andlit
svo undurfrítt og skært,
að fanst mér hvað er fegurð
ég fengi núna lært.
Þar eldur var á vörum
og varmi í hjarta af sól.
Og æskuþrótt og yndi
hver einstök lína fól.
Fyrir innan sá ég andlit
svo undurfrítt og hreint.
Og kjóllinn bröttum brjóstum
á barmi gat ei leynt.
Hver lína kropps var ljóðræn
og líf í hverjum baug.
Hún kona var í klæðum
og kona í hverri taug.
Jón Dan.