Eimreiðin - 01.07.1938, Síða 80
312
ÞÆTTIR AF EIXARI H. KVARAN
EIMBEISIf1
í smásögunum, heldur standa hinar beztu smásögur hans í
langfremstu röð þess, sem skrifað hefur verið af því tæi á ís-
ienzka tungu.
II.
Ef smásögur Einars eru flestar minningar úr sveitinni, þá
eru stóru sögurnar Ofurefli og Gull ritaðar beint ut úr Reykja-
víkur-Iífinu á fyrsta tug aldarinnar. Og munurinn frá dögu111
Gests Pálssonar er geysimikill. Gestur lýsti kaupmannsnirfl-
um, embættismannapokum, iðnaðarmanna-ræflum, og hann
mintist aðeins á sjómennina, sem hann þekti minst, en bar
þó helzt virðingu fyrir. Hans Reykjavík var þorpshola, Þar
sem lifið stóð kyrt.
Alt öðru máli gegnir um Reykjavík Einars. Kaupmanns-
nirfillinn er orðinn að stórbrotnum athafnamanni: kaupmanni>
útgerðarmanni, húseiganda og hæstráðanda í söfnuði og bæjar'
félagi. Embættismannspokinn er orðinn að siðuðum borgara,
sem á lítið sammerkt við fyrirrennara sinn, nema hlédrægn-
ina í almennum málum. Ný sætt, ritstjórarnir, hafa að nokkru
leyti leyst kjafta-kerlingar Gests af hólmi, þótt sú æruverða
stélt sé að vísu alls ekki úr sögunni, — hún er meira að segía
enn í fullu fjöri í síðustu sögu Einars: „Gæfumaður“. En al'
þýðan, — sóknarnefndarmennirnir, fátæklingarnir, drykkju-
rútarnir —, hefur tapað mikilvægi þvi, er hún átti á dögum
Gests, að sama skapi sem stórlaxarnir hafa vaxið. Stéttartil-
finning hefur alþýðan enn ekki eignast, jafnvel ekki í GuUt
sem þó Iýsir þvottakonum á stakkstæðum útgerðarmannsins,
fyrstu togara-útgerð bæjarins og ympra jafnvel á sósíalism-
anum sem hugsjón framtíðarinnar. Annars eru bækurnar fyrs^
°g fremst um einstaklinga: þá sem fram úr skara til ills eða
góðs, eða þá sem vorkunn Einars grefur upp úr sorpi mann-
lífs-haugsins.
Frumhreyfillinn í þessu bæjarfélagi borgaranna er prestur-
inn. Hann færir því nýjar hugsjónir. Gamla fólkið trúir þvú
sem því hefur verið kent: um guð og hans eingetinn son, sem
var krossfestur, dáinn og grafinn, en reis á þriðja degi upp
aftur frá dauðum. Það trúir í stuttu máli á biblíuna og guðs
orð, með djöful og helvíti í eftirdragi. Nýja stefnan byrjar á