Eimreiðin - 01.07.1938, Page 87
ElMBEIÐIN
ÞÆTTIR AF EIXARI H. KVARAN
319
s°n og félagar hans voru trúar myndir þeirra hugsjóna, er
^yrir mönnum vöktu á fyrsta tug aldarinnar. Þá vildi fólkið
fi'amfarir og framkvæmdamenn, en ekki íhugula listamenn.
Einar gaf tímanum sitt og uppskar þau laun að verða vin-
s*lasta söguskáld aldarfjórðungsins.1)
Súlin vaknar (1916) er að ýmsu leyti einkennileg bók. Að
f°rmi minnir hún dálítið á lejmilögreglusögur, enda fjallar
hún um morð.2) Um leið er hún bitur ádeila á þá blaða-
^iensku, sem fyrst og fremst lifir á fréttnæminu og æsinga-
Su'ni fjöldans. En kjarni bókarinnar er þróun hins unga rit-
stjóra frá ábyrgðarleysi og ágengni æskunnar til hærra lífs
Síimkvæmt mannúðarkenningu kristindómsins. Og sinnaskiftin
§erast fyrir áhrif dularfullra fyrirbrigða: ritstjórinn sér dýrð
^annssálarinnar á umkomulausri konu, sem ummyndast í
skrifstofuhorninu hans.3)
Sambýli (1918) táknar eigi aðeins sambýli þeirra læknisins,
haupmannsins og hinnar ungu ekkju, sem þeir báðir girn-
ast. heldur einnig náið sambýli þessarar veraldar og annars
heims. Samúð og fórnfýsi eru nauðsynlegar til þess að sam-
hýlið fari ekki út um þúfur, og þeir vinna taflið í leik lífs-
1Ils. sem þessum kostum eiga að fagna. Læknirinn er einn
Þessara gæfumanna, sem lifir á sínu bjartsýna hugboði og
st®r ekki hendi við bendingum handan yfir landamæri lífs-
kis. Meðbiðill hans, stríðsgróðamaðurinn og braskarinn Jósa-
*at. líkist mjög Þorbirni kaupmanni í Ofurefli-Gull og tek-
Ur að lokum sinnaskiftum eins og hann og Lénharður fógeti.
^agan er auk þess mynd úr lífi Reykjavíkur á gróðabralls-
túnum stríðsáranna og ádeila á það ástand alt. Eftir henni
Samdi Einar síðan leikritið Jósafat (1932).
t næsta skáldriti sinu, Sögur Rannveigar I—II (1920—1922),
heldur Einar enn áfram sínum gömlu umræðuefnum: fyrir-
Sefningunni og hamingjutrúnni. Sagan hefst í sveit á uppeldis-
U Sbr. yfirlýsingu þeirra 18 manna, er 1924 töldu hann verðan Nobels-
' erðlaunanna.
-) Var tilefnið morð Evjólfs Jónssonar, er syslir hans drap á eitri 13.
nov- 1913? Sjá Visi 16. og 18. nóv. 1913.
3) Sbr. „Ummvndunin í Urðarkirkju“, eftir E. H. Kv., I.ögiétta 8. nóv.
1916.