Eimreiðin - 01.01.1944, Síða 25
EIMRI3TT>TN
VIÐ ÞJÓÐVEGINN
5
ráðstafanir hefur hún gert til að standast þessar breyt-
ingar eða koma í veg fyrir þær, sé það unnt? Innstæður
erlendis koma ekki að haldi, sé ekkert hægt að fá fyrir
þær. Við getum ekki endurbætt og aukið framleiðsluna
með fullkomnustu tækjum, nema að fá þau frá útlöndum.
En það mun reynast ærið erfitt fyrst í stað. Við þurfum
að gera áætlun um framtíðina ekki síður en aðrar þjóðir,
sem þegar eru búnar að því. Þegar Rússar hófu viðreisnar-
starf sitt eftir stjórnarbyltinguna, sömdu þeir fimm ára
áætlun um framkvæmdir. Sú áætlun varð víðfræg. Síðan
hafa fleiri slíkar verið gerðar — og nú ræða stjórnmála-
menn í öðrum löndum bandamanna um slíkar áætlanir —
og gera meira en að ræða um þær, leggja þær einnig —
og er þegar byrjað að framkvæma þær sumar.
Fyrir rúmu ári síðan lagði forsætisráðherra Breta í út-
varpsræðu eina slíka áætlun til fjögra ára fyrir brezku
þjóðina og lýsti í hverju hún ætti að vera fólgin. Meðal
annars skyldi komið á alþýðutryggingum, nýrri löggjöf
um uppeldismál, heilsuvernd, endurskipulagningu og end-
urbyggingu borga og bæja o. s. frv. Bæta skyldi hag þjóð-
arinnar bæði með framkvæmdum ríkis og einkafyrirtækja.
Undirbúningi undir margar þessar framkvæmdir er nú langt
á veg komið í Bretlandi. Við íslendingar höfum áreiðanlega
þörf fyrir f jögra ára áætlun, að vísu ekki að öllu leyti í
sama stíl og Bretar, því sumt af því höfum við þegar fram-
kvæmt, sem þeir nú undirbúa hjá sér. En við þurfum áætlun
eigi að síður og skipulagningu, t. d. um lausn tveggja þeirra
vandamála, sem áður var getið: fyrirsjáanlegan atvinnu-
skort og verðhrun íslenzkra afurða. Atvinnuskortur er ó-
heilbrigt fyrirbrigði í lítt numdu landi, eins og Island er,
Með flest óframkvæmt af því, sem gera þarf. Og erfið-
leikar á sölu afurða okkar erlendis, sem nálega eingöngu
eru matvæli, er líka óheilbrigt fyrirbrigði meðan fjöldi
nianns víðsvegar um heim þjáist og jafnvel deyr úr hungri.
En hvernig á að leggja þessa áætlun, og hverjir eiga að
framkvæma hana?