Eimreiðin - 01.01.1944, Blaðsíða 33
liIMIÍlOiíJlN
ÍSLANU 1943
13
mælingum nið'ur að þjóðveginum í Skagafirði. Unnið var einnig
í Öxnadalsvegi, Stykkisliólmsvegi og í Staðarsveitarvegi áleiðis til
Ölafsvíkur. Breikkun Keflavíkurvegar var lokið á árinu. A Aust-
urlandi var aðallega unnið í Fáskrúðsfjarðarvegi og Berufjarð-
arstrandarvegi og Berufjarðarstrandarvegi lokið að Beru-
nesi, svo nú er sumarbílfært xir Jléraði um Breiðdalslieiði og
Berufjarðarströnd að Berunesi á móts við Djúpavog. A Yeslfjörð-
um var unnið í Patreksfjarðarvegi, en áætlaður er vegur úr
Patreksfjarðarbotni, yfir Kleifalieiði, yfir á Barðaströnd. Brúar-
gerðir voru fáar. Reist var brú yfir Brunná í Hvalfirði, Laxá í
Dölum, Langadalsá í Isafjarðarsýslu og 24 metra brú yfir Vest-
urá í Vopnafirði. BreikkaÖar voru brýr á Hólmsá, Lcirvogsá,
Mógilsá og nokkrum fleiri ám á þjóðvegarleiðinni frá Reykja-
vík til Norðurlands. Unnið var með minnsta inóti í sýsluvegum
vegna manneklu. Þrjár vélknúnar vegýtur voru keyptar lil vega-
gerðar á árinu.
Símalagningar. Aðalframkvæmdir Landssímans á árinu 1943
voru þessar: Komið var á fjölsíniasamböndunum Reykjavík
—Höfn í Hornafirði, Höfn í Hornafirði—Reyðarfjörður og loks
Reyðarfjörður—Akureyri. Eru með þessu komin á fjölsímasam-
bönd á 1 andssímalínuniun umhverfis allt landið. Þá voru og
lagðir jarðsímar yfir Fjarðarbeiði (Seyðisfjörður—Egilsstaðir)
°g Fagradal (Egilsstaðir—Reyðarfjörður). Auk þess voru bæjar-
kerfin í Neskaupstað, Reyðarfirði og Seyðisfirði lögð í jarðsíma.
Símum í sveit fjölgaði um 67 á árinu, en í kaupstöðum og kaup-
lunum um ca. 520 á árinu. Bátastöðvar, loftskeytastöðvar og tal-
stöðvar á afskekktum stöðum voru í lok ársins samtals 487 að
tölu. Lokið var við að reisa póst- og símahús í Höfn í Horna-
firði, Hvolsvelli í Rangárvallasýslu og á Reyðarfirði. Ennfrem-
ur var unnið að byggingu nýs póst- og símahúss á Akureyri.
Hafnargerðir og lendingarbœtur. A Akranesi og í Ólafsvík voru
gerðar endtirbætur á bryggjum fyrir rúnil. 100 þús. kr. Á Grafar*
nesi í Grundarfirði var lokið fyrsta liluta skipabryggjunnar, sem
Byrjað var á 1942. Er lnin nú 64 m. á lengd og 7 m. á breidd,
steypt og grjótfyllt. Kostnaður um 240 þús. kr. I Hnífsdal var
unnið að framlengingu bátabryggju við Skeljavík, en verkinu
ekki lokið. Á Skagaströnd voru gerðar endurbætur á stauri-
bryggju fyrir um 150 þús. kr. Á Sauðárkróki, Siglufirði og Ólafs-