Eimreiðin - 01.01.1944, Side 77
KIMREIÐIN
LÆRÐUR LEIKARI
57
til heimferðar, tók liann
það mál jafn föstum tök-
uni. Hann fluttist lieint
aftur, tók til óspilltra mál-
anna með leikeýningum
úti á landi og fékk sér lóð-
arréttindi til liúsbyggingar
í Reykjavík. Hér var ann-
aðhvort að duga eða drep-
ast. Hafi hinir heimaríku
forsvarsmenn listarinnar
liér hugsað sér að reiða ti I,
köggs, þá var aðkomumað-
nr sannarlega ekki á því
að láta í minni pokann bar-
áttulaust. Hér lilaut því
að draga til tíðinda.
Framan af starfsferli
Haralds Björnssonar var
líkast því, sem liann væri
að þreifa fyrir sér. Haust-
ið 1927 lék hann meðLeik-
félagi Akureyrar og Leik-
félagi Isafjarðar, með liinu fyrra: Galdra-Loft og Munkana á
Möðruvöll unt, liinu síðara: Lénharð fógeta og Gjahlþrotið eftir
Björnstjerne Björnson. Leiksýningar þessar þóttu hinar merk-
ustu á Akureyri og Isafirði, en Haraldi var það ljóst, að ef hann
ætti að geta hagnýtt sér lærdóm sinn og haft verulega atvinnu af
list sinni, þá var ekki í önnur hús að venda hér á landi en til
Leikfélags Reykjavíkur. Að sönnu stóð hagur félagsins höllum
fæti og opinberir styrkir til þess svo óverulegir, að það var lítt
eða alls ekki gerlegt fyrir félagið að bjóða leikara lífvænleg kjör.
lélagsstjórnin hafði þá fyrir nokkru átt í útistöðum við Guð-
uiund Kamban vegna tilboðs, sem Kamban hafði gert félaginu
uin sviðsetningu nokkurra sjónleikja. Það tilboð hafði þótt með
þvílíku móti, að ekki þótti viðlit að ganga að því af fjárhags-
astæðum. Það horfði því allt annað en vænlega, þegar Haraldur
Lauð félaginu þjónustu sína veturinn 1927—’28. En hér lá verk-
Haraldur Björnsson í hlutverki Klenows
prójessors í sjónleikniim „Sá sterk-
astV-.