Eimreiðin - 01.01.1944, Qupperneq 95
ETMREIÐIN
RITSJA
75
aldur Sigurðsson og Helgi Hálfdánar-
son. Rvk. 1943). Það var vel til
fundið að þýða merkisrit þetta á ís-
lenzku og gefa út. Ferðabók Eggerts
°g Bjarna var ein aðalheimildin um
Island fyrir erlenda fræðimenn í
tneira en heila öld og hefur verið
hýdd á þýzku, frönsku og ensku.
I>V1 miður er aðeins stuttur útdráttur
ur regjstrinu aftan við frumútgáfuna
gefinn með þýðingunni. Þá hefði
venð æskilegt, að í þýðingunni hefði
'ið upphaf hverrar hlaðsíðu staðið
'ilvísun í samsvarandi blaðsíðu frum-
utgáfunnar. Þar sem hæði þetta og
fegistur frumútgáfunnar vantar, er
býðingin óhandhæg mjög fyrir fræði-
uienn. í frumútgáfunni voru 51
koparstungumyndir og kort af Islandi
ug.kortið og myndirnar fiestar einnig
1 býðingunni, en mjög smækkaðar.
7itilsíðan með sinni svörtu graf-
skriftarumgjörð stingur mjög í stúf
'ið titilsíðu frumútgáfunnar. Yfirleitt
Hefði verið æskilegt, að öll þessi út-
gáfa hefði verið allmiklu veglegri en
raun ber vitni, úr því farið var að
ráðast í hana. Hún hefði ef til vill
^yrir það orðið eitthvað dýrari, en
'urla svo, að miklu hefði getað
uumið.
U>n sjálfa þýðinguna verður ekki
'lsemt nema við samanburð, en út í
bá sálina skal ekki mikið farið. Að
b'í er segir í formála hafa nokkrir
mætir menn aðstoðað þýðandann í
starfi lians. Þýðingin ætti því að vera
'el af liendi leyst. Undir eins í fyrstu
megimnálslínu kemur í ljós sú tíða
'Bla að rugla saman tvítölu og fleir-
tólu fornafna: „Ferð vor hófst“ í
stað; Ferð okkar hófst. Enda kemur
1 Ijós strax í næstu línu, að ferða-
U'ennirnir voru ekki nema tveir, shr.
"bur höfðum viS dvalizt" o. s. frv.
‘fðist tvítalan og fleirtalan notuð af
handahófi. Á bls. 51 stendur t. d.:
„Árið 1753 hugðumst við byrja ferð
okkar“, svo sem rétt er. Á bls. 251
stendur: „Þórólfur og niðjar hans
trúðu því, að þeir dœju í JIelgajelli“,
og inunu síðustu orðin eiga að vera:
„dæju í Helgafell", þ. e. hyrfu í
fellið við dauðann. Annars stendur
í frmnútgáfunni: „at de skulde hoe
i Helgafell, i det andet Liv“.
Það getur verið mikils virði, að
út séu gefin merkisrit frá fyrri tím-
um um íslenzk efni og ísland, bæði
þau, er út liafa komið upphaflega
hér á landi og erlendis. Æskilegast
er að útgáfur þessar séu sem vandað-
astar, standi a. m. k. ckki mikið að
haki frumútgáfunum. Það eru nú
rúm 170 ár, síðan ferðahók Eggerts
og Bjarna koin fyrst út. Því ber að
fagna, að nú loks skuli hókin komin
út í íslenzkri þýðingu. Aðeins hefði
hún þurft að vera jafn myndarleg
að nútímahætti og hin gamla og
virðulega frumútgáfa var að þeirra
thna hætti, þegar hún kom út, og er
enn. Ef til vill hæta útgefendurnir
úr þessu innan skannns með nýrri
útgáfu, þar sem þessi mun að mestu
uppseld. St’. S.
Svanhildur Þorsteinsdóttir: ÁLFA-
SLÓÐIR. Sögur og œvintýri. Rvík
1943 (Víkingsútgájan).
Þetta safn smásagna og ævintýra
er árangur tiltölulega langrar rithöf-
undarstarfsemi, því að Svanhildur
Þorsteinsdóttir hóf ung að semja
smásögur. Þær elztu þeirra niunu
ritaðar fyrir nær tuttugu árum, aðrar
nýlega. Sögurnar eru tólf talsins,
þrjár þær síðustu með ævintýra-
sniði.
Sumar þessara smásagna hafa áður
hirzt í blöðum og tímaritum, án
þcss útgefandi hókarinnar liafi þó