Eimreiðin - 01.09.1960, Qupperneq 73
EIMREIÐIN
257
Vesturheimi almennt, þrautum
þeirra og erfiðleikum þeim, er þeir
Urðu að sigrast á eða bíða lægri
hlut í baráttunni. Hagsæld niðja
þeirra var dýru verði keypt.
Annan veturinn, sem landnem-
arnir voru búsettir í Nýja íslandi,
1876—77, geysaði bólan um byggð-
lna og lagði í gröf á annað hundrað
^ianns. I ítarlegri og um allt
prýðisgóðri inngangsritgerð Arnórs
^igurjónssonar rithöfundar að
l'eildarútgáfu Ijóða Guttorms
(Kvceðasafn, Reykjavík 1947) er
þeim hörmungatíma í sögu nýlend-
uunar réttilega lýst í þessum orð-
Urn: .»Þá svarf svo að fólkinu, að
'3örn hættu að leika sér, en í hverju
hreysi var nákominn mann að
syrgja, víðast barn eða ungmenni,
b'aiTitíðarvonina, er leitt hafði
besta vestur. Af öllum hörmungum
lslenzku þjóðarinnar hér heima eru
e^ki aðrar sambærilegar við bólu-
'eturinn vestra en Svarti dauði og
]Vlóðuharðindin.“
Enn áhrifameiri, sem vænta má,
er þó lýsing Guttorm í kvæði lians
>>Bólan“ í ljóðaflokknum um Jón
Austfirðing:
vörðinn faldi fimbulvetrar snær.
°kið var í skjól á hendur tvær.
eigðargustur sinni reginreið
reilndi að norðan suður beina leið.
^'ílík nótt! Ó, hlílík dauðans nótt!
^eljar myrkrið það kom allt of fljótt,
^•Hulaust og þykkt og þúsundfalt,
sem bjarg og reimt og grimmt
og kalt.
e^SSa 7ztu óttalegu nótt
8n sal í húsi Jóns var rótt.
Að hans dyrum anda dauðans bar.
Inni drepsótt, — bólan komin þar.
#
Inni þar var hljóðnað kvalakvein.
Kyrrt var allt sem dauðra manna bein.
Þögnin klæddi þriggja bræðra lík.
Þar var grátið lágt við hvílubrík.
#
Það var vona himintunglahrap,
húmt og grátlegt þriggja sona tap.
Það sem áður virtist ekki valt
var nú lirapað — fyrir fullt og allt.
Þó var ekki að heyra æðruorð.
Úti þaut, og myrkur huldi storð,
unz að læstist geisli gegnum húm,
gerði breyting loks á tíma og rúm.
Dagur rann með vilja, von og þrótt,
von til lífsins eftir dauðans nótt.
Blikaði yfir vetrar veldisstól
vonar ljósið nýja, — morgunsól.
En bólan, þó ömurlegust væri
og ógleymanlegust, var samt fjarri
því að vera eina hörmungin, sem
íslenzkir landnemar áttu við að
stríða á fyrstu árum þeirra í Nýja
íslandi. Flóðið mikla, liaustið
1879, sem eyddi heilum byggðum,
meðal annars Sandy Bar, í land-
námi þeirra, varð einnig ægilegur
viðburður og minnisstæður að sama
skapi. Um það hefur Guttormur, í
fyrrnefndum kvæðaflokki, ort
myndríkt og svipmikið kvæði, eins
og eftirfarandi erindi ber órækt
vitni:
Af aðfalli þrútnaði vatnið og vall
og valt yfir landið í hvínandi straumi,
og langt inni í skóginum svarraði, svall
og suðaði dimmt undir veðursins
glaumi.
17