Eimreiðin - 01.09.1962, Síða 35
EIMREIÐIN
211
Stóll Ara lögmanns, eftir Ijósmynd frá
Nationalmuseet i Kaupmannahöfn.
(Birt með leyfi safnsins).
°ks (að líkindum) hinn þriðja fyrir (einn) mann(a) sinn(a), en sá stóll
' ] nú glataður, sem fyrr segir. Líklegt er talið, að stólarnir liafi alla
nð verið á Grund eða í Grundarkirkju,1) a. m. k. eftir fráfall Ara
°gntanns, þar til þeir voru illu heilli sendir úr landi, sem fyrr segir.
Stólarnir frá Grund voru síðan um aldar skeið á safninu í Kaup-
'nannahöfn, og þóttu þar jaínan hinir merkustu gripir. Segir prói'.
,atthías í grein sinni, að stólarnir séu „svo snilldarlega gerðir og svo
agætlega útskornir", að þeir megi fyrir það „merkisgripir heita“ og
^nikilvæg menningarsöguleg heimild. Próf. Guðbrandur Jónsson kallar
^rUndarstólana hina „allra merkustu íslenzkra forngripa“.2) Um þetta
munu allir, sem til þekkja, lúka upp einum munni.
, *) Ef til vill hefir hér öðrum þræði verið um kirkjugripi að ræða, en í
aPólskum sið munu sæti yfirleitt ekki hafa verið í kirkjum, nema þá þau,
Sem fyrirfólk lagði sér til sjálft, eins og hér kann að hafa verið.
2) „Herra Jón Arason". Rvík 1950.